Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Suzuki Swift. 4X4.
Suzuki Swift. 4X4.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 6. nóvember 2017

Suzuki Swift 4X4, ódýr smábíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Margir kjósa að hafa bílinn fjórhjóladrifinn, en vilja ekki endilega stóra jeppa eða jepplinga. Ekki er úrvalið mikið af fjórhjóladrifnum litlum bílum sem eru sparneytnir á eldsneyti. 
 
Suzuki hefur verið með litla og sparneytna fjórhjóladrifna bíla um nokkurt skeið. Nýlega kom á markaðinn með nýju og breyttu útliti Suzuki Swift sem er með 90 hestafla sparneytna vél og ók ég honum tæpa 100 km fyrir skemmstu.
 
Þægilegur í akstri, en mætti vera með kraftmeiri vél
 
Að keyra bílinn er þægilegt, fótapláss gott, sæti þægileg og stjórntæki öll staðsett þannig að ekki þarf að hreyfa hendur mikið til að nálgast þau. 
 
Uppgefin meðaleyðsla er 4,9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri og mér til furðu þá var mín eyðsla í lok prufuakstursins ekki nema 5,2 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá aksturstölvunni. Eitthvað sem ég átti ekki von á þar sem ég var ekkert að reyna að spara eldsneyti. 
 
Hin 90 hestafla vél virðist henta bílnum vel, en fyrir vindasamt land með mörgum brekkum mætti vélin vera aðeins kraftmeiri samanber Suzuki SX4 bílinn sem ég prófaði í nóvember 2011. Sá bíll var með yfir 110 hestafla vél og eftirminnilega skemmtilegur í akstri. 
 
Miðað við að hafa prófað Suzuki Swift með þessari 90 hestafla vél, myndi ég velja Swift sem er með næstu vél fyrir ofan sem er 112 hestöfl. Svo er það Swift Sport bíllinn sem er með 136 hestöfl sem er örugglega enn skemmtilegri – en mér er annt um ökuskírteinið mitt.
 
Stöðugur á malarvegi og lítið steinahljóð upp undir bíl
 
Á meðan prufuakstrinum stóð var sólin lágt á lofti og var aðeins að trufla útsýni úr bílnum, dæmigert „sólskyggnaveður“, en eini galli bílsins í þessum prufuakstri fannst mér vera að sólskyggnin eru of lítil og hefði ég viljað hafa haft derhúfu til að hjálpa við aksturinn. Tel reyndar gott ráð fyrir eigendur svona bíla að hafa alltaf derhúfu í bílnum til taks ef þeir lenda í svona akstursaðstæðum.
 
Að keyra svona lítinn bíl í innanbæjarakstri er afar þægilegt, bíllinn lipur og þægilegur við þröngar aðstæður. Á malarvegi naut fjórhjóladrifið sín vel og er bíllinn hreint eins og límdur við veginn, lítið malarvegahljóð upp undir bílinn og fjöðrunin góð.
 
Gott verð fyrir duglegan bíl
 
Þegar komið er inn í sýningarsalinn hjá Suzuki Bílar í Skeifunni eru flestir bílar í sýningarsalnum sýndir án varadekks, en það er vinnuregla hjá Suzuki að allir seldir bílar fara frá þeim með varadekki. 
 
Góðir punktar: 
Speglar góðir, sæti, fótapláss, farangursrými og fl., en aðeins get ég sett út á tvennt. Það þarf alltaf að kveikja ljósin til að fá afturljósin á bílinn svo að maður sé löglegur í akstri og að loknum akstri þarf að muna að slökkva. Sólskyggni full lítil. 
 
Gott verð: 
Suzuki Swift er fáanlegur með þrem bensínvélum (90, 112 og 136 hestafla) og verðið er frá 2.080.000 og upp í 2.880.000, en bíllinn sem prófaður var kostar 2.550.000. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 960 kg
Hæð 1.520 mm
Breidd 1.735 mm
Lengd 3.840 mm
 
 

 

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...