Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Súrefni dagsins í dag
Af vettvangi Bændasamtakana 22. mars 2024

Súrefni dagsins í dag

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Þróttmikið Búnaðarþing í síðustu viku gaf okkur sem tókum við stjórnartaumum Bændasamtakanna skýr fyrirmæli um að blása til nýrrar sóknar. Og í raun voru það ekki einungis bændur sem eggjuðu okkur til dáða heldur líka fjölmargir ráðherrar og alþingismenn sem heiðruðu okkur með nærveru sinni við þingsetninguna.

Trausti Hjálmarsson.

Í ávarpi sínu endurómaði forsætisráðherra ríkan og kærkominn skilning stjórnvalda á aðstæðum landbúnaðarins og gaf góð fyrirheit um að nýir búvörusamningar myndu snúa rekstrarskilyrðum okkar til betri vegar. Forseti Íslands sagði mikilvægt að þingið myndi fylla bændur bjartsýni og kjarki og vissulega má segja að honum hafi að mörgu leyti orðið að ósk sinni. Umræðan á Búnaðarþingi var á framvirkum nótum enda margt í ytra umhverfi landbúnaðarins um þessar mundir sem gefur okkur byr undir báða vængi.

Um leið og ég þakka það traust sem mér var sýnt í formannskjörinu vil ég fagna því einvala liði sem Búnaðarþing valdi til þess að setjast með mér í stjórn Bændasamtakanna. Ég hlakka mikið til skoðanaskipta í stjórnarherberginu og sömuleiðis samstarfs við það fjölmarga góða starfsfólk sem skrifstofa Bændasamtakanna hefur innanborðs.

Fyrst og síðast er ég – eins og ég hef margsinnis sagt – staðráðinn í að leggja við hlustir. Hlusta á sjónarmið grasrótar okkar í hinum fjölmörgu ólíku búgreinum, hlusta eftir sjónarmiðum innan stjórnarinnar og ganga svo þeirra erinda sem félagsmenn okkar leggja áherslu á hverju sinni. Ég mun kappkosta að eiga málefnalegt og uppbyggilegt samtal innan hreyfingar okkar jafnt sem út á við.

Sóknarfæri okkar blasa víða við og öll höfum við heyrt um mikilvægi þess að grípa gæsina meðan hún gefst. Þess vegna þurfum við að vinna hratt. Á meðal þeirra dyra sem smám saman eru að opnast vil ég fyrst nefna hið augljósa að innanlandsmarkaðurinn er að stækka umtalsvert vegna fólksfjölgunar og ferðamennsku. Á sama tíma höfum við náð augum og eyrum stjórnvalda bæði vegna afkomuvanda bændastéttarinnar og mikilvægi hennar fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar.

Aðgangur okkar að vistvænum auðlindum íslenskrar náttúru og sjálfbær nýting þeirra er gríðarlegt samkeppnisforskot. Jafnvel hitastig okkar norðlægu slóða getur talist til náttúruauðlinda í hlýnandi loftslagi jarðar. Aukin þekking og gervigreind skapar ný tækifæri til nákvæmnisbúskapar sem eykur afrakstur ræktunar, sparar vinnu og styður við vandaða nýtingu bænda á landgæðum sínum og sveitanna.

Fjölbreytileiki þeirra viðfangsefna, og ekki síður áskorana, sem bændur standa daglega frammi fyrir kallar auðvitað á vangaveltur um bæði víðfeðma grunnmenntun bænda og mögulega símenntun. Landbúnaðarhagfræði, landbúnaðartengd matvælaverkfræði, vísindastyrkir til rannsóknastarfa o.m.fl. til viðbótar við kennslu hinna eiginlegu bústarfa, sem við höfum kosið að helga okkur, er á meðal þess sem framsýn bændaforysta þarf að hafa sjónar á.

En okkur dugar ekki að sjá framtíðina í hillingum. Við þurfum súrefni frá degi til dags. Öðruvísi leggst allt okkar starf á hliðina. Stór hluti okkar sækir vinnu utan búrekstursins og vinnur þannig langa vinnudaga. Flest okkar vinna sjö daga vikunnar og stytting vinnuvikunnar virðist fyrir alla aðra en okkur. Nú er stefnan sett á fjóra vinnudaga í viku fyrir utan fríin alla rauðu dagana.

Lífið í sveitunum má á sama tíma ekki breytast í óyfirstíganlegan þrældóm. Við slíkar aðstæður verður engin endurnýjun í bændastéttinni og þannig blæðir henni einfaldlega út. Þess vegna er verk að vinna. Ekki í rómantísku ljósi gamalla tíma og sveitamenningar. Heldur ekki í draumkenndri framtíðarsýn um alls kyns ný tækifæri handan við hornið. Vinnan snýst um núið, daginn í dag, og hún er upp á líf og dauða fyrir íslenskan landbúnað.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...