Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sunnuhlíð
Bóndinn 10. maí 2019

Sunnuhlíð

Árni Bragason er fæddur og uppalinn í Sunnuhlíð. Hann tók við búi foreldra sinna 1982 og Unnur Erla kom inn í búskapinn á síðasta ári. 
 
Býli: Sunnuhlíð.
 
Staðsett í sveit: Í Forsæludal í Vatnsdal í Húnavatnshreppi. 
 
Ábúendur: Árni Bragason og Unnur Erla Björnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og hundurinn Spori.
 
Stærð jarðar? Um 200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 520 kindur, sjö geitur og 40 til 50 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það fer eftir árstíma, en yfir veturinn byrjar dagurinn milli klukkan fimm og sex með gjöf í fjárhúsum og hesthúsi. Svo fer Árni í vinnu klukkan sjö á Blönduósi. Unnur sinnir ýmsum störfum á búinu yfir daginn. Svo er kvöldgjöfin gefin í fjárhúsinu þegar Árni kemur heim um klukkan 19.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður, réttir og heyskapur þegar vel gengur og veðrið leikur við mann. 
Það er nú ekkert neitt leiðinlegt þannig, nema þegar vélarnar bila í miðjum heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og er í dag, en vonandi með hækkandi afurðaverði.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bænda­samtökin mættu vera enn öflugri og sýnilegri í sínum málflutningi en í dag.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef við náum að halda okkar búfjárkynum hreinum frá sjúkdómum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Ýmsum mjólkurvörum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ekki hægt að gera upp á milli saltaðs hrossakjöts og lambakótelettu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar fjárhúsin voru stækkuð og þeim breytt, þannig að eftir breytingarnar var hægt að moka út úr þeim með vél.
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f