Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Mynd / Grýtubakkahreppur
Fréttir 10. mars 2021

Sundlauginni á Grenivík lokað á köldustu dögunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Við verðum því miður að grípa til þess bragðs að loka sundlauginni á köldustu dögum núna í vetur. Það er gert til að tryggja að fyrirtækin okkar fái það vatn sem þau þurfa til sinnar starfsemi,“ segir í frétt á vefsíðu Grýtubakkahrepps. Tíðarfar það sem eftir lifir vetrar mun ráða hversu oft þarf að grípa inn í og loka sundlauginni.

Lögnin hefur ekki undan á köldustu dögunum

Fram kemur að það hafi verið mikið framfararskref þegar hitaveita var lögð til Grenivíkur, en hún kemur alla leið frá Reykjum í Fnjóskadal. Sáu menn á þeim tíma ekki fyrir alla þá möguleika sem hitaveita skapaði, því eftir einungis um áratug í rekstri var veitan komin að þolmörkum.

„Nú er staðan þannig að lögnin hefur ekki undan á köldustu dögum og þrýstingur fellur hjá þeim notendum sem verst eru staðsettir.“
Sveitarstjórn hefur ítrekað bókað áhyggjur sínar undanfarin ár og sent áskoranir um úrbætur til Norðurorku. Einnig hafa sveitarstjóri og fulltrúar úr sveitarstjórn átt þó nokkra fundi með starfsmönnum Norðurorku. Nú síðast var fundað með starfsmönnum og stjórnarformanni Norðurorku í janúar. Sveitarstjórn hefur enn á ný sent frá sér formlegt erindi þar sem farið er fram á að Norðurorka geri nú þegar áætlun um uppbyggingu veitunnar þannig að hún geti þjónað samfélaginu til framtíðar.

Órannsökuð svæði í hreppnum

Einnig að farið verði í frekari rannsóknir með borunum í hreppnum þar sem enn eru órannsökuð svæði sem þykja nokkuð vænleg. Þá hefur verið farið fram á að afköst veitunnar verði hámörkuð svo fljótt sem mögulegt er með þeim aðgerðum sem tiltækar eru, t.d. með aukinni dælingu.

Norðurorka hefur þegar lagt í verulegar framkvæmdir á Reykjum til að auka skilvirkni og afkastagetu veitunnar. Í sumar verður byggð dælustöð sem eykur afköst og standa vonir til að næsta vetur verði staðan því mun betri en í vetur. Áformað er að setja upp fleiri dælustöðvar á leiðinni frá Reykjum til Grenivíkur á næstu árum og hámarka þannig það vatn sem við getum fengið með núverandi lögn.

Fram kemur einnig að íbúar sveitarfélagsins treysti því að Norðurorka leysi málið og staðan verði betri næsta vetur. Leita þurfi varanlegri lausna til að veitan geti þjónað vaxandi byggð og auknum umsvifum í atvinnulífi til framtíðar. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...