Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sundkýrin Sæunn
Líf og starf 14. október 2020

Sundkýrin Sæunn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sundkýrin Sæunn fjallar um kú í Breiðadal í Önundarfirði sem flúði slátrarann á Flateyri og stökk í sjóinn. Það sem meira er - sagan er sönn. Þann 13. október árið 1987 átti að slátra kúnni á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa.

Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. Alla leið yfir fjörðinn, tæpa þrjá kílómetra.

Talsvert var fjallað um sund­afrek kýr­innar í fjölmiðlum á sínum tíma og þar segir meðal annars „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór Mikkaelsson bóndi við Morgunblaðið 15. október.

„Hún hefur alltaf verið afskaplega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þarna við slátur­húsdyrnar.“

Önundarfjörður er ekki lítill og 2,5 kílómetrar frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Þangað synti kýrin, á móti straumi, og var um klukkustund á leiðinni. Björgunarsveitarmenn fóru út á bát til að fylgja henni síðasta spölinn og þegar hún kom að landi, við bæinn Kirkjuból II, blés hún varla úr nös og átti greinilega nægt þrek eftir.
+

Nú er sem sagt þessari stórmerkilegu og ótrúlegu sögu af sundkúnni Sæunni verið komið fyrir á bók, söguna skráir Eyþór Jóvinsson, bóksali á Flateyri, og bókina prýðir fjöldi glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur sem gæðir söguna lífi.

Bókin er gefin út af Sögur útgáfa og er þar á ferðinni fagurlega myndskreytt ævintýr, beint af býli úr Önundarfirði vestur á fjörðum.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...