Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sumarskokkur
Hannyrðahornið 19. júní 2014

Sumarskokkur

Höfundur: Sigrún Ellen Einarsdóttir

Stærð: S (M) L
Yfirvídd: 94(100)106 cm.
Efni: TYRA fra Garn.is, sjá fleiri liti á www.garn.is.
Tyra er á tilboði núna í Fjarðarkaupum.
Litanr AN1122; 600 gr
Prjónar: Hringprjónn nr 5, 80 cm.
Prjónafesta: 17 L X 24 umf = 10 x 10 cm.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Aðferð. Stroff; prj 2 L sl og 2 L br
Perluprjón; 1.umf prj 1 L sl, prj 1 L br. Í næstu umferðum í perluprjóni er slétta lykkjan prjónuð brugðin og brugðna lykkjan prjónuð slétt.


Bolur:
Fitjið upp 160(168)176 L og prjónið 8 cm stroff; prj 2 L sl og prj 2 L br. Prjónið bolinn í hring, prj slétt með kaðlamynstri í miðju að framan, prj 28(32)38.

Kaðlamynstur
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið merki í báðar hliðar, lykkjufjöldi er 80(85)88 á fram- og bakstykki. Prj sl frá merki á hlið 23(26)28 L, prj kaðlamynstur; prj 8 L sl (verður kaðall) prjónið 4 L sl, prj 10 L perluprjón, prj 4 L sl, prj 8 L sl (verður kaðall) prj sl 23(26)28 L að merki í hlið á bol. Prjónið 10 umferðir á milli snúninga á kaðli.

Snúningur á kaðli er prjónaður á eftirfarandi hátt:
Setjið 4 L á aukaprjón án þess að prjóna lykkjurnar, haldið aukaprjóninum með lykkjunum lausum fyrir framan prjónaða bolinn, prj sl næstu 4 L og takið þá upp aukaprjóninn og prjónið slétt þær 4 L sem eru á prjóninum.

Úr- og úttaka í mitti
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið prjónamerki í báðar hliðar. Takið úr beggja vegna við merkin á eftirfarandi hátt. Frá vinstri hlið á fram/bakstykki; *takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj að merki í hinni hliðinni – takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj 5 umf* Endurtakið * til * 4 sinnum. Prjónið bolinn slétt með kaðlamynstri 10 umferðir. Aukið þá út í báðum hliðum jafn oft og tekið var úr, prj 5 umf milli úttöku, endurtakið 4 sinnum. Prjónið þar til bolurinn mælist60(64)70 cm frá uppfiti.


Axlarstykki
Úrtaka við handveg; fellið af 10 lykkjur yfir merki í hliðum, þ.e. Síðustu 5 L af framstykki og fyrstu 5 L af bakstykki, prj 60(64)68 L fellið af 10 L, prj 60(64)68. Fitjið upp 36(38)40 L yfir handvegi (verður stutt ermi) í báðum hliðum en athugið að prjóna nýju lykkjurnar yfir handvegi stroff; 2 sl L, 2 L br, fyrstu 4 umferðirnar en prjónið þær eftir það slétt.

Axlastykki; prj axlastykki í hring, prj sl með kaðlamynstri og laskúrtöku, þá er tekið úr á fjórum stöðum í hringnum, beggja vegna við samskeytin þar sem handvegur og bolur mætast og prjónaðar 2 sléttar lykkjur á milli úrtöku þ.e. 1 L frá bol og 1 L frá handvegi.

Laskaúrtaka: Merkið á þeim fjórum stöðum sem bolur og handvegur/ermi mætast. Hefjið úrtöku í vinstri hlið; *takið 1 L óprjónaða og prjónið 1 L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prj 2 L sl og prj 2 L sl saman*, endurtakið *-* í annarri hvorri umferð þar til 80(84)86 L eru á prjóninum. Prjónið stroff 4 umferðir, fellið af.

Gangið frá endum.

Sigrún Ellen Einarsdóttir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...