Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sumarskjálftinn
Líf og starf 19. ágúst 2024

Sumarskjálftinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins, nú fyrir sumarfrí starfsmanna, slógum við á létta strengi og ákváðum að setja upp einhvers konar stefnumótasíðu hér á blaðsíðu sjö.

Ekki er annað hægt að segja en áhuginn hafi verið gífurlegur. Færri komust að en vildu í hóp þeirra útvöldu, en fiðringur fór um landið þegar við hófum úthringingar fyrir efnið.

Eftir að blaðið fór í dreifingu var eins og við manninn mælt að ákafur skjálfti hríslaðist um landsmenn. Fjölmiðlar gripu efnið, bæði útvarp og blöð og vakti það mikla lukku. Til viðbótar fengu starfsmenn Bændablaðsins sendar ýmiss konar fyrirspurnir um hina lukkulegu aðila, auk þess sem mikill áhugi var fyrir að fá að komast að í næsta Bænder.

En nú velta áhugasamir lesendur væntanlega fyrir sér upplifun þeirra sem tóku þátt í Bændernum svo og hvort ástalíf þeirra hafi tekið stakkaskiptum. Svarið við því er auðvitað ekki á eina vegu, en öll áttu þau það sameiginlegt að mæla hundrað prósent með því að taka þátt – ef ekki væri fyrir annað en skemmtanagildið.

Aðspurð sögðu þau mörg hver ættingja og vini hafa haft sérstaklega gaman af, en einnig gæfu sig á tal við þau ókunnugir sem glottu við tönn og /eða dáðust að þeim á einn hátt eða annan.

Nýjar vinabeiðnir streymdu til sumra viðmælenda, einn var boðaður í viðtal hjá morgunútvarpi Rásar 2 og annar fékk bónorð frá Bandaríkjamanni.

Sá þriðji sem rætt var við sagði heilt yfir lítið nýtt að gerast í ástamálunum en vill benda Viðskiptablaðinu á að það var nær eini fjölmiðillinn sem ekki hampaði Bændernum. Hefur það kannski bak við eyrað þegar Bænder birtist aftur á síðum blaðsins.

Ekki er áætlað að halda stefnumótasíðu Bændablaðsins sem reglulegum dálki, en auglýsum auðvitað ef viðtökum upp þráðinn.

Ps. Farið var rangt með nafn Theodóru Drafnar, hún er Skarphéðinsdóttir, ekki Baldvinsdóttir.

Skylt efni: Bænder

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...