Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sumarlegar sessur
Hannyrðahornið 4. júlí 2019

Sumarlegar sessur

Höfundur: Handverkskúnst
Ég hef lengi dáðst að litadýrðinni í Drops Eskimo garninu, en það er fáanlegt í 52 litbrigðum. Ég hafði bara ekki fundið rétta verkefnið þar til ég fann uppskriftina að þessum hekluðu sessum. Þá vissi ég að rétta verkefnið væri fundið. 
 
Samverustundirnar í garðinum verða enn notalegri með þessar litríku sessur að sitja á. Uppskriftin er í hekltáknum.
 
Garn:  Drops Eskimo, fæst hjá Handverkskúnst
1 dokka af hverjum lit í eina sessu.
 
Litasamsetning 1: Litur 1 - millifjólublár nr 54, litur 2 - bleikur nr 26, litur 3 - pastelblár nr 31, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 2: Litur 1 - ljósbleikur nr 30, litur 2 - ljósblár nr 12, litur 3 - lime nr 35, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 3: Litur 1 - gulur nr 24, litur 2- sægrænn nr 66, litur 3 - ljós bleikur nr 30, litur 4 - natur nr 01.
 
Heklunál: nr 9
 
Stærð: Þvermál 56 cm fyrir þæfingu, þvermál 34 cm eftir þæfingu.
 
Þæfing: Setjið sessuna ásamt handklæði í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Mótið sessuna á meðan hún er enn blaut og leggið til þerris. Síðar meir er sessan þvegin eins og venjuleg ullarflík.
 
Litaskipti eftir umferðum: Umf 1, 2, 6 og 8 eru í lit 1. Umf 3 og 7 eru í lit 2. Umf 4 og 9 eru í lit 3. Umf 5 og 10 eru í lit 4.
 
Mynstur:
 
 
 

3 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...