Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hríma litla fæddist að Hátúni í Skagafirði 3. júní, mánuði fyrir áætlaðan burðardag og var því ósköp lítil og falleg. Helga Sjöfn Helgadóttir í Hátúni segir Hrímu vera ákveðna þótt smá sé, duglega að drekka og mannelska.
Hríma litla fæddist að Hátúni í Skagafirði 3. júní, mánuði fyrir áætlaðan burðardag og var því ósköp lítil og falleg. Helga Sjöfn Helgadóttir í Hátúni segir Hrímu vera ákveðna þótt smá sé, duglega að drekka og mannelska.
Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast, með texta Jóhannesar úr Kötlum í huga og njóta alls þess góða sem fylgir því að vera til.

Sunnan yfir sæinn
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær - og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma
- láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...