Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Róbert Aron Garðarsson Proppé, Íslandsmeistari barþjóna.
Róbert Aron Garðarsson Proppé, Íslandsmeistari barþjóna.
Mynd / só
Líf og starf 28. júlí 2025

Sumarkokteill Bændablaðsins og Drykk bar

Höfundur: Sturla Óskarsson

Bændablaðið fékk Róbert Aron Garðarsson Proppé á Drykk Bar til liðs við sig til þess að hanna íslenskan sumarkokteil. Róbert er Íslandsmeistari barþjóna, hann er ákafur grúskari í kokteilagerð og ástríðan skein í gegn þegar hann fræddi blaðamann um hvernig hann paraði saman bragðtegundum í drykkina. Hann tekur þátt í heimsmeistaramóti barþjóna í Kólumbíu næstkomandi nóvember.

Áfengur sumarkokteill

Róbert hannaði tvo kokteila fyrir Bændablaðið, einn óáfengan og einn áfengan. Þemað var íslenskt sumar en í drykkjunum eru kryddjurtir framleiddar af íslenskum garðyrkjubændum og Himbrimi Winterbird Edition Gin frá Brunni Distillery.

Ásamt uppskriftum að kokteilum fylgja leiðbeiningar um það hvernig skal gera heimagerðan rabarbara bitter eins og Róbert notar á barnum sem gefur skemmtilegan íslenskan blæ. Lesendur geta heilsað upp á Róbert á Drykk bar á Pósthússtræti og pantað þann sumarkokteil sem þeir girnast eða blandað þá heima hjá sér eftir uppskrift og notið í sumarblíðunni.

Sumarkokteill

60 ml Himbrimi Winterbird Edition Gin
25 ml límónusafi
3–4 dropar rabarbara bitter
5–6 basilíkulauf
5–6 myntulauf
1–2 stilkar blóðberg eða timían
Klaki eftir smekk

Óáfengur sumarkokteill.

Óáfengur sumarkokteill

60 ml eplasafi
30 ml límónusafi
10 ml sykur
5–6 basilíkulauf
5–6 myntulauf
1–2 stilkar blóðberg eða timían
Fyllt upp með sódavatni
Klaki eftir smekk

Hvernig skal gera heimagerðan rabarbara bitter?

Róbert tók bita af ferskum rabarbara úr garðinum sínum og lét hann liggja í hreinum vodka í þrjár vikur í lokaðri krukku í stofunni heima hjá sér. Tvisvar, þrisvar á dag hristi hann síðan blönduna.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...