Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Menning 18. september 2023

Sumarið á Minjasafninu á Bustarfelli

„Sumarið er tíminn“ segir í ljóðinu. Það á við um Minjasafnið á Bustarfelli sem einungis er opið yfir sumarmánuðina.

Starfsemi sumarsins sem er að líða var hefðbundin; opið alla daga vikunnar og boðið upp á leiðsögn um gamla bæinn.

Í byrjun júlí var „Bustarfellsdagurinn“ haldinn hátíðlegur í 31. sinn. Þá lifnar bærinn við þegar fólk gengur í gömlu störfin. Þessi viðburður var hápunktur sumarsins, sem leið hratt með góðu starfsfólki á öllum aldri.

Fastasýning safnsins tekur alltaf einhverjum smábreytingum frá ári til árs og öðrum sýningum er skipt út reglulega. Þjónustuhús Bustarfells heitir „Hjáleigan“. Þar er einnig lítið kaffihús sem býður upp á úrvals bakkelsi, gott kaffi og listaverk á veggjum. Í sumar sýndi listakonan Sigrún Lara Shanko verk sín er bera titilinn „Landslag í draumi“. Við hlið gamla bæjarins er lítið dýragerði þar sem gestir hafa gaman af því að staldra við og klappa dýrunum.

Að sögn gesta sem skrifa svo fallegar umsagnir í gestabókina er Minjasafnið á Bustarfelli „dásamlegt“, kaffihúsið „frábært“ og að „friðsæld ríki í fögrum dal“.

Velkomin í heimsókn næsta sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...