Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi
Lesendarýni 6. september 2022

Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi

Höfundur: Gísli Karel Halldórsson, skógarbóndi á Spjör á Snæfellsnesi

Skógarbændur á Vesturlandi fóru í sína árlegu fræðsluferð um Vesturland 11. ágúst 2022.

Gísli Karel Halldórsson

Safnast var saman í rútu við N1 í Borgarnesi kl. 10 um morguninn.

Næst var ekið að Laxárbakka þar sem teknir voru upp fleiri samferðamenn.
Síðan var farið í Álfholtsskóg undir austurhlíðum Akrafjalls. Þar tók á móti okkur formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, Reynir Þor­
steinsson.

Álfholtsskógur er orðinn frábært útivistarsvæði. Þar hafa verið ræktaðar margar tegundir trjáa, lagðir hafa verið góðir göngustígar um skóginn og yndislegt að ganga þar um. Vil hvetja vegfarendur til að hvíla sig og leyfa börnunum að hreyfa sig með því að stoppa í Álfholtsskógi. Álfholtsskógur var gerður að opnum skógi árið 2020.

Reynir leiddi okkur langan veg í gegnum skóginn. Í skóginn hefur verið plantað yfir 100 tegundum.

Fyrir okkur skógarbændur var mjög uppörvandi að sjá hve vel ræktunin hefur gengið undir Akrafjalli. Einnig er frábært hverju sjálfboðaliðar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa áorkað.

Næst var farið að Laxárbakka og þar snæddur hádegisverður sem var ágæt kjötsúpa.

Síðan var farið aftur í rútuna, ekið í gegnum Hvalfjarðargöng og að Mógilsá. Þar tók á móti okkur Brynja Hrafnkelsdóttir. Brynja leiddi okkur upp í skóginn fyrir ofan byggingarnar á Mógilsá. Þar er margt forvitnilegt að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var að sjá uppi í hlíðum Esju stórvaxið lerkitré af kvæminu Hrymur. Þessi tré mun Þröstur Eysteinsson hafa gróðursett árið 1996. Trén ná nú til himins. Í hlíðunum ofan við húsin á Mógilsá er mikið af hindberjarunnum.

Þeir sem vilja rækta hindberjarunna þurfa að passa sig. Runnarnir gefa af sér eftirsóknarverð ber, en þeir eru mjög ásæknir og fljótir að dreifa sér á stærra land.

Eftir skógargönguna var tekið hús á fagfólkinu á Mógilsá. Edda Sigurdís Oddsdóttir flutti fræðsluerindi um rannsóknarstarfsemi Skóg­ ræktarinnar. Í gangi er stöðug leit að bestu kvæmum trjáa til skógræktar.

Starfsemin á Mógilsá er mjög mikilvæg skógræktarstarfi á landinu. Skógrækt þarf að byggjast á vísindalegum grunni.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...