Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Súla
Á faglegum nótum 15. nóvember 2022

Súla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Drottning Atlantshafsins, eða súla eins og hún heitir. Hún er stærsti sjófugl Evrópu, næstum því alhvít fyrir utan gulleitt höfuð og svarta vængenda. Súlur hafa langa, oddmjóa vængi með 160–180 cm vænghaf og eru auðþekkjanlegar á flugi á djúpum vængjatökum.

Þær eru félagslyndar og sjást oft saman í hópum. Eitt þekktasta atferli súlunnar er veiðiaðferðin hennar sem kallast súlukast. Það getur verið mjög tilkomumikil sjón þegar hópur af súlum hefur fundið mikið æti í sjónum. Þá stinga þær sér hvað eftir annað lóðrétt niður úr allt að því 40 metra hæð eftir fiskum sem þær hafa séð úr lofti. Súlan telst farfugl en fer frá landinu aðeins í stuttan tíma, frá október fram í desember. Þær eru trygglyndar við bæði maka og varpsetur. Súlan verpir einungis einu eggi ár hvert og tekur útungun um sex vikur. Þá tekur við ungatími í um þrjá mánuði, eða þangað til unginn yfirgefur hreiðrið síðsumars. Súlur verpa í þéttum byggðum en einungis eru fimm slíkar byggðir þekktar hér við land. Af þeim er Eldey stærsta og sennilega þekktasta súlubyggðin með um 15.000 setur.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...