Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Suður-Hvoll
Bóndinn 2. júlí 2020

Suður-Hvoll

Langafi Sigurðar Magnússonar, ábúanda á Suður-Hvoli, Eyjólfur Guðmundsson, kaupir jörðina um 1900 og hefur sama ættin yrkt þar síðan.  Um áramótin 2014–15 kaupir Sigurður jörðina af móður sinni og er fjórði ættliðurinn þar í búrekstri.

Býli:  Suður-Hvoll  (Hvoll 1).

Staðsett í sveit: Mýrdalshreppur.

Ábúendur: Sigurður Magnússon.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurður og börnin Birnir Frosti og Sara Mekkín. Hundurinn Viský og kötturinn Húgó.

Stærð jarðar?  Í kringum 600 hektarar.

Gerð bús? Kúabú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 47 kýr, um 100 nautgripir, 25 kindur og 15 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vaknað í mjaltir, tilfallandi störf eftir árstíma og seinni mjaltir í lok dags.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur fellur undir skemmtilegast en skítkeyrsla undir með leiðinlegri vinnu.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður með svipuðu sniði en betra fjósi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum  búvörum? Hreinleiki vörunnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Eitthvað ætt.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það mun hafa verið þegar ég tók við búinu á eigin nafni.

Sigurður Magnússon.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...