Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Subaru Outback. Hæð undir lægsta punkt er 21 sentímetri.
Subaru Outback. Hæð undir lægsta punkt er 21 sentímetri.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 2. desember 2014

Subaru Outback með boxer dísilvél og skemmtilega stiglausa sjálfskiptingu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrir réttu ári síðan prófaði ég nýjan Subaru Forester með bensínvél og nýrri byltingarkenndri stiglausri sjálfskiptingu. Ég átti eftir að prófa Subaru með nýju boxer dísilvélinni, en eitt af aðaleinkennum Subaru eru einmitt boxervélarnar.

Ég fékk Subaru Outback til prófunar með boxer dísilvél fyrir skemmstu og ók honum rúma 200 km í blönduðum akstri.

Margir bílar eru viðkvæmir fyrir röngu loftmagni í dekkjum

Strax og ég kom í hringtorgið við BL fann ég að hreyfingar bílsins voru ekki eðlilegar og renndi upp á þjónustustöð N1 á Bíldshöfða og mældi loftið í dekkjunum. Allt of lítið loft í dekkjunum var orsökin fyrir röngum hreyfingum í bílnum.

Á límmiða innan í bílstjórahurðarfalsi í flestum bílum er gefið upp loftmagn í dekkjum og á þessum bíl er mælt með að loft í afturdekkjum sé 2,2 kg (sem er 34psi.) að lágmarki og í framdekkjum 2,4 kg (sem er 36psi.). Loftið var mun minna (frá 29 og 31psi. mest), setti ég 34psi. í öll dekk og bíllinn varð allt annar.
Ástæðan fyrir að í fjórhjóladrifnum bílum sé meira í framdekkjum í hálku og snjó geta sídrifsbílar (og almennt bílar í fjórhjóladrifi) verið mjög óstöðugir ef minna loft er í framdekkjum en afturdekkjum (afturdekkin fara hraðar og eru í raun að reyna að taka fram úr framdekkjunum). 

Ný stiglaus sjálfskipting og kraftmikil boxer dísilvél

Eins og Forester bíllinn sem ég prófaði fyrir tæpu ári er Outback með sams konar stiglausri sjálfskiptingu (continuously variable transmission - CVT) sem er að mínu mati aðeins snarpari af stað en aðrar skiptingar. Í stað stálreimar í eldri CVT skiptingum, þar sem hraðabreytingin er framkvæmd með því að færa reimina stiglaust fram og til baka á kónísku reimdrifi, er Subaru með keðjureim sem slúðrar síður og gefur snarpari viðbragð. Þessu er vel lýst á vefslóðinni http://www.subaruofkeene.com/subaru-cvt-transmission.htm og þar er einnig að finna myndband.

Annar kostur stiglausra sjálfskiptinga er að þær eru einfaldari í byggingu og því færri hlutir sem geta bilað en í hefðbundnum sjálfskiptingum. Auk þess er orkutap mun minna og eyðslan því áþekk því sem gerist ef notaður er beinskiptur gírkassi.

Ef maður ekur mjúklega í D þá finnur maður bílinn ekki skipta sér þó að skiptingin hafi sex þrep. Ef verið er á tvíbreiðum vegi og maður vill vera snöggur að taka fram úr bíl er hægt að skipta niður um eitt eða tvö þrep á þar til gerðum takka undir stýrinu vinstra megin og snerpan er virkilega góð. Þegar maður er kominn fram úr er nóg að slá örlítið af og þá fer skiptingin sjálfkrafa í D. Einnig er hægt að skipta upp hægra megin á stýrinu.

Boxer dísilvélin er mjög kraftmikil og á að skila 150 hestöflum. Tog vélarinnar er einnig mjög gott og heldur bíllinn vel hraða upp brattar brekkur, Subaru Outback er líka gefinn upp fyrir að mega draga kerru sem er allt að 2.000 kg ef kerran er með bremsubúnaði.

Eyðslugrannur miðað við fyrri Subaru bíla

Það eina sem ég var ekki ánægður með voru leðursætin, en fyrir mér eru leðursæti ekki fyrir íslenskar aðstæður (aldrei verið hrifinn af leðursætum), köld á veturna og svo svitnar maður í þeim á sumrin, en að sitja í sætunum eftir að þau eru orðin  cmheit er mjög gott (einhver albestu framsæti í bíl sem ég hef setið í).

Að sitja inni í bílnum sama hvort er frammi í bílnum eða aftur í sem farþegi er mjög gott rými fyrir alla (ég er 175 á hæð og a.m.k. 25 cm voru frá hnjám að framsæti þar sem ég sat).

Stafirnir á klukkunni og upplýsingatölurnar um eyðslu í mælaborðinu eru frekar litlar og langt í burtu.
Þó að bakkmyndaskjárinn sé ekki stór er myndin í honum góð og sérstaklega er bakkmyndavélin góð í myrkri (í sumum bílum sem ég hef prófað er bakkmyndavélin nánast ónothæf í myrkri).

Hljómflutningstæki eru góð og er usb-tengi í hólfinu á milli sætanna ef maður vill hlusta á eitthvað annað en útvarp.

Mælaborðið er ósköp hefðbundið, en ég hefði kosið að geta fengið upplýsingar um eyðslu án þess að sleppa hendi af stýrinu. Annars er Subaru Outback gefinn upp að eyðsla á hverja 100 km ekna sé 6,3 lítrar, en á þessum rúmu 200 km sem ég ók eyddi ég 6,6 lítrum á hundraðið.

Eigulegur „fjölskyldusportbíll“ fyrir þá sem þurfa fjórhjóladrif

Í alla staði finnst mér bíllinn eigulegur, rúmgóður, kraftmikill, eyðslugrannur með stórt far­angursrými, eða 526 lítra með sætin uppi. Þessi nýja sjálfskipting gerir bílinn skemmtilegan að keyra og býður upp á mikla snerpu ef notaðir eru handskiptingartakkar.

Dráttargeta upp á tvö tonn dugar fyrir flest fellihýsi, hjólhýsi og a.m.k. þriggja hesta kerru. Verðið er 6.890.000 fyrir alhliða bíl sem er hvort tveggja fjölskyldubíll með eiginleika sportbíls.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd: 1.638 kg
Hæð: 1.605 mm
Breidd: 1.820 mm
Lengd: 4.775 mm
Vél: Boxer dísil, 150 hestöfl,.
Verð frá 6.890.000
 

6 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...