Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lax á leiðinni í háfinn í Norðurá í Borgar­firði.
Lax á leiðinni í háfinn í Norðurá í Borgar­firði.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 2. október 2018

Styttist í enda veiðitímabilsins

Höfundur: Gunnar Bender
„Já, ég er búinn að fá nokkra laxa og silunga líka, þetta hefur verið gott sumar, veiðin er svo hrikalega skemmtileg alltaf,“ sagði Jógvan Hansen er við hittum hann fyrir skömmu á harðahlaupum, stutt í næstu skemmtun hjá kallinum.
 
„Veiðin er að verða búin, svo fer maður á rjúpu um leið og það má,“ sagði Jógvan enn fremur.
Laxveiðin er að skýrast verulega þessa dagana, Eystri- og Ytri-Rangá tróna á toppnum þetta árið, síðan kemur Þverá í Borgarfirði. 
 
„Já, veiðin gekk feiknavel hjá okkur í sumar,“ sagði Aðalsteinn Pétursson, en hann hefur verið að leiðsegja við ána stóran hluta sumars. Síðan koma Miðfjarðará og Norðurá í Borgarfirði.
 
Laxinn kom snemma eins og fyrir ári síðan, en smálaxinn klikkaði fyrir norðan. Svona er þetta bara, allt getur gerst, en heildarveiðin yfir landið er í lagi á flestum stöðum. Veitt er fram í október í Ytri- og Eystri-Rangá og sjóbirtingurinn er að byrja á fullu.

Skylt efni: stangveiði | silungsveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...