Styrktartónleikar fyrir fjölskyldu Guðjóns
Styrktartónleikar kóra og tónlistarfólks í Rangárþingi verða haldnir á Laugalandi í Holtum sunnudagskvöldið 14. maí kl. 20.
Þeir sem standa að tónleikunum eru Hringur, sem er kór eldri borgara, Karlakór Rangæinga, Kirkjukór Kálfholtskirkju, Kvennakórinn Ljósbrá, Miðtúnssystur, Vinir Jenna og Öðlingarnir.
Tónleikarnir eru til styrktar fjölskyldu Guðjóns Björnssonar, bónda á Syðri-Hömrum í Ásahreppi, sem lést af slysförum 17. mars síðastliðinn. Aðgangseyrir er 4.000 krónur.
