Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Styrkjum stöðu garðyrkjunnar
Mynd / Bbl
Lesendarýni 25. febrúar 2025

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar

Höfundur: Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Íslensk garðyrkja er einn af lykilþáttum í sjálfbærri fæðuöryggisstefnu landsins. Til þess að viðhalda henni þurfa stjórnvöld að tryggja rekstrarskilyrði sem gera greininni kleift að vaxa og dafna.

Garðyrkjubændur þola nú umtalsverðar hækkanir raforkuverðs. Ljóst er að nýr veruleiki orkumála Evrópusambandsins blasir við án þess að samtal hafi verið tekið við þjóðina um útkomuna eða útfærsla þróuð á skynsama vegu. Ef þjóðin væri spurð hvort hún vildi leggja af grænmetisframleiðslu hér á landi er ólíklegt að svarið yrði já. Flest elskum við að njóta brakandi fersks grænmetis og ekki er verra að hugsa til þess að það er framleitt með endurnýjanlegri orku, skapar störf víða um land, eflir heilsu, dregur úr kolefnislosun miðað við innflutta vöru og styrkir um leið fæðuöryggi okkar í kvikum heimi alþjóðamálanna.

En þá þarf líka að skapa umhverfi sem greinin þrífst í og þar skipta stjórnmál og skýr framtíðarsýn miklu. Hér verður að hafa í huga að ein mestu sóknarfæri íslensks samfélags eru tengd jarðhita og orku og þar er garðyrkjan í lykilstöðu.

Með lausnamiðaða samvinnuhugsjón að leiðarljósi, skora ég á ríkisstjórnina að ráðast í eftirfarandi verkefni til þess að efla greinina:

1. Tryggjum orkuöryggi almennings í lögum: Garðyrkjubændur falla langflestir, ef ekki allir, undir skilgreiningu almennings (eru undir stórnotendamörkum). Með því að tryggja stöðugt framboð raforku til almenna hluta markaðarins, er garðyrkjubændum komið betur í skjól, því stöðugleiki í framboði raforku til almennings stuðlar líka að stöðugleika í verði.

2. Endurskoðum eigendastefnu opinberra orkufyrirtækja: Rík samfélagshugsun hefur hingað til einkennt orkumál á Íslandi. Í dag sjáum við samkeppnisumhverfi orkumarkaða hins vegar taka yfir. Stefna Landsvirkjunar kveður eingöngu á um að hámarka eigi hagnað. Víkka mætti eigendastefnuna til að styðja í bland við markmið ríkisins tengd grunnþörfum samfélagsins; líkt og fæðuöryggi. Án slíkra áherslna er alls óvíst að orka frá nýjum virkjunum skili sér endilega í hagkvæmu verði til garðyrkjunnar.

3. Styrkjum orkusparandi búnað: Evrópulöggjöf setur kvaðir á garðyrkjubændur þegar kemur að orkunýtni búnaðar sem getur verið íþyngjandi fjárfesting að uppfæra. Á móti minnkar slíkt orkunotkun og þar með rekstrarkostnað sem eykur samkeppnishæfni geirans í heild. Nýta mætti Orku- og loftslagssjóð til að styrkja kostnað við nýjan búnað að hluta til að ná þessu fram. Einnig mætti skoða kosti þess að styrkja búnað fyrir staðbundna orkuframleiðslu, s.s. sólarorku.

4. Endurskoðum niðurgreiðslu flutnings- og dreifikostnaðar: Í dag er hluti af flutnings- og dreifikostnaði niðurgreiddur af ríkinu. Skoða mætti leiðir til þess að auka fjármagn til ráðstöfunar hér enn frekar.

5. Eflum menntun og nýsköpun: Öflug menntun á sviði garðyrkjunnar er verðmæt og getur orðið hornsteinn nýsköpunar í greininni sem gæti skapað tekjuaukandi sóknarfæri. Eflum Garðyrkjuskólann í Hveragerði og samstarf hans við Orkedíu og fleiri nýsköpunarhraðla sem hafa sérþekkingu á því sviði.

Höfum trú á framtíðinni og ráðumst í þessar fimm aðgerðir strax. Þær eru í höndum ríkisstjórnarinnar en við getum unnið að þeim saman sem eitt lið á þingi – hratt og vel. Það er til mikils að vinna; bændum og samfélaginu okkar til heilla.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...