Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Styrkja á stoðir kornræktar
Fréttir 11. júlí 2022

Styrkja á stoðir kornræktar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efling innlends kornmarkaðar er viðfangsefni vinnuhóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað í kjölfar funda með sérfræðingum á sviði kornræktar við Landbúnaðarháskólann.

Hópnum er ætlað að vinna drög að aðgerðaráætlun en meðal verkþátta er að skilgreina nauðsynlega uppbyggingu á sviði kynbóta, bútækni og aðlögun stuðningskerfa í takt við það sem þekkist erlendis.

Fýsileiki innlends kornsamlags verður kannaður og skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Í því samhengi mun hópurinn kynna sér starfsemi, kerfi og eignarhald kornsamlaga á Norðurlöndum. Að auki verður skoðuð starfsemi innlendra samlaga í innlendum landbúnaðargreinum.
„Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýtingu jarðvarma o.fl. Kannað verður hvernig og hvort sé hægt að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, s.s. þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri. Hópurinn mun leggja til aðgerðir til að bregðast við árum þar sem uppskera á korni er rýr með það að markmiði að vernda bæði bændur og kaupendur og lágmarka fjárhagslegt tjón,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Vinna þessi er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en þar segir að unnin verði aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar.

Verkefnið er einnig í takt við það sem fram kemur í skýrslu spretthóps vegna stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi en þar er lagt til að sett verði stóraukinn kraftur í að efla innlenda kornrækt til manneldis, fóðrunar og fóðurgerðar.

„Ríkið bjóði fram stuðning til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum, svo sem til svæðis- bundinna söfnunar- og korn- þurrkunarstöðva, stuðli að því að einhvers konar áhættudreifingar- eða tryggingakerfi gegn uppskeru- bresti komist á fót og tryggi nægan stuðning við ræktun á hvern hektara til þess að fleiri sjái sér fært að hefja kornrækt og eigi möguleika á markaðsfærslu framleiðslunnar,“ segir í tillögum spretthóps að aðgerðum til lengri tíma.

Landbúnaðarháskólinn stýrir verkefninu en Egill Gautason, Helgi E. Þorvaldsson, Hrannar S. Hilmarsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor mynda starfshópinn af hálfu skólans en matvælaráðherra lagði til rúmlega 17 milljónir króna í verkefnið.

Vinnuhópurinn hefur störf í ágúst árið 2022 og stefnt er að henni ljúki í mars 2023.

Möguleg stofnun kornsamlags
Helgi E. Þorvaldsson

Einn stærsti liður verkefnisins snýr að mögulegri stofnun kornsamlags.
Helgi E. Þorvaldsson, brautarstjóri og aðjúnkt hjá LbhÍ, fer fyrir vinnuhópnum. Hann lýsir ákveðinni brotalöm í kornrækt á Íslandi í dag.

„Ef þú ert bóndi sem átt 10 hektara og vilt nýta hann til kornræktar, þá er hér engin afurðastöð sem tekur við korni. Slíkt fyrirkomulag þekkist víða erlendis. Því er eitt af okkar verkefnum að kynna okkur starfsemi kornsamlaga og meta fýsileika þess að stofna slíkt hér. Ef allt fer að óskum munum við skila af okkur tillögum að hentugri staðsetningu, ákjósanlegri starfsemi og æskilegu viðskiptamódeli,“ segir hann.

Því muni hópurinn kalla til sérfræðinga á sviði viðskipta og verkfræði sér til stuðnings.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...