Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum
Fréttir 29. desember 2016

Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum. Umsóknir frá þremur aðilum bárust og skipta þeir með sér heildarframlagi ársins, rúmlega átta milljónum.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið hafi verið í samræmi við gildandi aðlögunarsamning um starfskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og samsvarandi reglugerð.

„Árið 2016 bárust þrjár umsóknir og hlutu þær allar afgreiðslu og var samanlagður áætlaður kostnaður við uppsetningu á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum samkvæmt innkomnum umsóknum krónur 53.850.000  á grunnfleti sem nemur alls 3.264 fermetrum. Samkvæmt reiknireglum um úthlutun styrkja hefði heildarstyrkupphæð þurft að vera 10.978.200 krónur vegna umsókna í ár.

Heildarframlag skv. fjárlögum 2016 er kr. 8.000.000, en eftir stóðu kr. 340.146 frá fyrra ári. Heildarframlag styrkja var því 8.340.146 krónur að þessu sinni. Í nýjum búvörusamningum sem taka gildi um áramót er ekki gert ráð fyrir frekari lýsingarstyrkjum, og því er þetta að öllum líkindum í síðasta skipti sem þeim er úthlutað,“ segir í tilkynningunni.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f