Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 18. desember 2014

Styrkir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt innlent velferðarmálefni, samtök eða einstakl­inga. Að þessu sinni hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkenni styrk að upphæð 300.000 krónur.

Velferðarsjóðurinn var stofnaður í desember 2006 af hópi starfsfólks Bændasamtaka Íslands, Lífeyrissjóðs bænda og búgreina­samtaka og er þátttaka valfrjáls.

Á aðalfundi sjóðsins 8. desember sl. var ákveðið að Velferðarsjóðurinn styrkti Félag áhugafólks um Downs-heilkenni um 300.000 krónur.

Downs-heilkennið verður til í börnum áður en þau fæðast. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum á Íslandi fæðist með Downs-heilkenni. Enginn veit með vissu hvers vegna það gerist. Heilkenni er þannig tilkomið að börn með það fæðast með aukagen eða erfðavísi í hverri frumu líkamans.

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt alls átta einstaklinga og samtök hér á landi, og nemur heildarupphæð styrkja alls 1,7 milljónum króna. 

Skylt efni: Velferðarmál

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...