Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ellisif M. Bjarnadóttir, verkefnisstjóri fegrunarátaks Ásahrepps, sem hefur heimsótt alla þátttakendur verkefnisins í sumar og gefið bændum og búaliði góð ráð.
Ellisif M. Bjarnadóttir, verkefnisstjóri fegrunarátaks Ásahrepps, sem hefur heimsótt alla þátttakendur verkefnisins í sumar og gefið bændum og búaliði góð ráð.
Mynd / MHH
Fréttir 26. ágúst 2020

Styrkir fegrun á lögbýlum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mikil ánægja er með nýtt átak hreppsnefndar Ásahrepps í Rangárvallasýslu, sem gengur út á að gera sveitina enn fallegri en hún er í dag. Í því skyni fær hvert lögbýli 450.000 króna styrk frá sveitarfélaginu til að gera fínt í kringum sig.
 
„Verkefnið hefur gengið frábærlega, um 70 lögbýli taka þátt í því og það eru allir að keppast við að gera fínt hjá sér. Þetta er verkefni, sem önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka til fyrirmyndar, hér er mikill metnaður þegar kemur að fegrunar- og umhverfismálum,“ segir Ellisif M. Bjarnadóttir, verkefnisstjóri verkefnisins, en hún er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit og glæsilegu fegrunarsumri. Alls eru þetta rúmlega 30 milljónir króna sem hreppurinn leggur út vegna verkefnisins. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...