Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
ESA hefur áminnt Ísland fyrir óskilvirkt matvælaeftirlit.
ESA hefur áminnt Ísland fyrir óskilvirkt matvælaeftirlit.
Mynd / Orkun Orcan
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefur það verkefni að koma með tillögu að betra fyrirkomulagi, eftir að ESA áminnti Ísland fyrir brotalamir.

Í mars 2023 sendi Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem tilkynnt var að stofnunin hefði hafið frumkvæðismál þess efnis að Ísland hefði ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum um opinbert eftirlit með matvælum.

Áminning ESA

Í júní bars formlegt áminningarbréf þar sem þess er krafist að innleitt verði skilvirkara eftirlit með matvælum, fóðri og dýraheilbrigði. Niðurstöður ESA byggir, samkvæmt tilkynningu stofnunarinnar, á „ítrekuðum niðurstöðum úttekta ESA á Íslandi sem gerðar hafa verið frá árinu 2010“.

Þær úttektir hafi leitt í ljós að annmarkar eru á samræmingu verkefna þegar fleiri aðilar koma að eftirlitinu. Ísland hafði tvo mánuði til að koma sjónarmiðum á framfæri áður en ESA ákveður hvort það fari með málið lengra.

Í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins um áminningarbréfið segir að eftirlit með hollustuháttum, mengunar- vörnum og matvælum sé í dag flókið samspil ellefu stofnana á tveimur stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga, Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar ásamt níu heilbrigðisnefndum sveitarfélaga. Fyrir liggi skýrslur varðandi fyrirkomulag á málefnasviðinu sem benda á bresti í eftirlitinu.

„Annars vegar frá KPMG síðan 2020 og hins vegar frá starfshóp á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins (URN) og matvælaráðuneytisins (MAR) sem gefin var út árið 2023. Í báðum skýrslum er niðurstaðan sú að matvælaeftirlit í núverandi mynd sé ósamræmt og óskilvirkt.“

Stýrihópur rýnir sviðsmyndir

Í svari matvælaráðuneytisins segir enn fremur að nú hafi verið skipaður stýrihópur sem hefur það að markmiði að rýna þær sviðsmyndir sem koma til greina og koma með tillögu að fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum. Stýrihópurinn samanstandi af sex fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, matvæla- ráðuneytinu, innviðaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, heilbrigðiseftirlitssvæðum og Samtökum atvinnulífsins. Niðurstaðna stýrihópsins er að vænta fyrir árslok.

Skylt efni: matvælaeftirlit

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...