Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stuðningur við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna
Fréttir 8. febrúar 2021

Stuðningur við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna

Höfundur: ehg

Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna.

Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021. 

Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upplýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins. Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. 

Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna. 

Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins. Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið:  kma@bondi.is

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...