Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sameiginlegt rými fyrir íbúa á stúdentagörðunum.
Sameiginlegt rými fyrir íbúa á stúdentagörðunum.
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu í kennslurými og stúdentagarða. Í mars fluttu fyrstu stúdentarnir í nýjar íbúðir og er stefnt að því að koma öllum íbúðunum í útleigu fyrir lok maí.

Búið er að innrétta allar stúdentaíbúðir FS í Sögu. Menntavísindasvið HÍ flytur þangað sumarið 2024.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur höfuðstöðvar sínar í Sögu sumarið 2024.

Íbúðirnar voru hannaðar af Félagsstofnun stúdenta (FS) í samstarfi við Andrúm arkitekta, sem hafa yfirumsjón með endurbótum á húsnæðinu að utan sem innan. Innréttingarnar sem voru áður í herbergjunum voru ónýtar og ekki hægt að nýta neitt sem var áður. FS flutti inn nýjar innréttingar smíðaðar í Litáen.

FS mun nýta fjórðung hússins og lýkur sínum framkvæmdum núna í maí. Háskóli Íslands hefur yfirráð yfir því sem eftir stendur og er áætlað að öllum endurbótum verði lokið á næstu tveimur árum.

Íbúðirnar eru ferns konar, allt frá því að vera 20 fermetra stúdíóíbúðir, upp í 43 fermetra íbúðir. Flestar íbúðirnar eru 25 fermetrar. Stúdentar sem sækja um húsnæði hjá FS geta óskað sérstaklega eftir að flytja á Sögu. Jafnframt geta núverandi leigjendur hjá FS óskað eftir milliflutningi þangað.

Áætlað er að kennsla hefjist á haustönn 2024. Mjög fjölbreyttar kennslustofur verða í húsinu sem geta þjálfað tilvonandi kennara í bóklegum fögum og sérhæfðum verklegum greinum. Lágmarksbreytingar verða gerðar á ráðstefnusölum á annarri hæð. Súlnasalur mun að mestu halda sér og mun m.a. nýtast við leiklistar- og tónlistarkennslu. Skrifstofurýmin á þriðju hæð, þar sem höfuðstöðvar Bændasamtaka Íslands voru áður, verða nýtt án breytinga.

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- og tæknisviði HÍ er stefnt að því að hafa Grillið sem fjölnota sal. Endanleg útfærsla er ekki komin á hreint, en vilji er fyrir að halda áfram veitingaþjónustu.

Húsnæðið heitir ekki lengur Bændahöllin og hefur skiltið á hlið
hússins verið fjarlægt.

Skylt efni: Bændahöllin

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...