Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri kannaði andlega heilsu bænda.
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri kannaði andlega heilsu bænda.
Mynd / Úr safni
Fréttir 26. febrúar 2024

Streita plagar bændur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýverið var lokið við rannsókn á líðan bænda. Þar kemur fram að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu séu algengari hjá bændum, samanborið við aðrar stéttir.

Helstu niðurstöður eru þær að bændur upplifa að jafnaði meiri einkenni streitu og þunglyndis en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Þá eru hlutfallslíkur bænda á að flokkast með alvarleg einkenni þunglyndis og streitu samanborið við eðlileg einkenni þunglyndis og streitu hærri en hjá samanburðarhópnum. Einnig sáust vísbendingar um að bændur sem hafi áform um flutninga eða atvinnuskipti upplifi meiri einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en þeir bændur sem hafi engin slík áform.

Alltaf mikið að gera

Í rannsókninni var seigla íslenskra bænda metin en ekki er hægt að segja til um hvort hún sé meiri eða minni en annarra út frá þessari könnun einni og sér. Hins vegar virðist meðalskor bænda á seiglukvarðanum heldur lágt í samanburði við meðalskor sem komið hafa fram í öðrum rannsóknum þar sem sami kvarði er notaður. Vinnuaðstæður bænda voru skoðaðar með tilliti til vinnuálags. Þar sást að stór hluti bænda telji sig oft eða alltaf hafa of mikið að gera og er hlutfallið hærra en hjá samanburðarhópum. Þá telji bændur vinnuálagið ójafnara og að þeir þurfi að vinna á miklum hraða.

Fyrsta könnun af þessu tagi

Rannsóknin var unnin upp úr netkönnun sem lögð var fyrir félagsmenn í Bændasamtökum Íslands. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann rannsóknina eftir að hafa hlotið til þess styrk úr Byggðarannsóknarsjóði. Niðurstöður netkönnunarinnar voru bornar saman við rannsóknina Heilsa og líðan Íslendinga frá 2022, sem embætti Landlæknis stendur fyrir á fimm ára fresti. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun af þessu tagi er framkvæmd meðal bænda og því ekki hægt að draga ályktanir um þróun andlegrar heilsu stéttarinnar.

Rannsóknina leiddi Bára Elísabet Dagsdóttir hjá RHA, en samstarfsaðilar voru Bændasamtök Íslands og Gísli Kort Kristófersson hjá Háskólanum á Akureyri. Frá þessu var greint á heimasíðu RHA, en þar er jafnframt hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...