Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
Fréttir 25. september 2017

Strandveiðibátum hefur fækkað um 66 milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Það er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskildu.

Samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu var heildarafli strandveiðibáta á síðustu vertíð 9.818 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Næstmest var veitt af ufsa, eða 353 tonn, sem er 3,6% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur, eða 1,5% af heildinni.

Birta SU aflahæst strandveiðibáta

Birta SU sem gerð er út frá Djúpavogi var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiðivertíð með rúm 44,8 tonn. Næst komu Hulda SF, sem gerð er út frá Hornafirði, með 44,2 tonn og Ásbjörn SF frá Hornafirði með 43,6 tonn.

Fjórtán tegundir á króka

Alls komu fjórtán tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð. Afli í öðrum tegundum var meðal annars 77 tonn af karfa og 38 tonn af ýsu. Strandveiðibátar veiddu einungis níu kíló af hlýra og fimm kíló af gaddakrabba.

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð, eða 623 kíló. Í fyrra var hann 614 kíló og jókst því um 1,5% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla í róðri að venju, eða 667 kíló. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 650 kíló, þá svæði B með 574 kíló en svæði D rak svo lestina með 565 kíló.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...