Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Strákaskott
Hannyrðahornið 8. apríl 2014

Strákaskott

Stærð: 4 (8) 12 mánaða
Garn: Lyppa
Blár eða mosagrænn 2 (2) 3 dokkur
Ljósgrár eða gulur 1 dokka allar str.
Grænn eða lillablár 1 dokka allar str.
4 tölur
60 cm hringprjónn no 3,5
Heklunál sem hæfir garni

Bolur
Fitjið upp 105 (112) 119 l með bláa eða mosagræna litnum og pr tvær umf. fram og til baka, garðaprjón.
Prjónið áfram garða eins og hér segir:
1 x grænn eða lillablár.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x ljósgrár eða gulur.
1 x grænn eða lillablár.
1 x grár eða gulur.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x grænn eða lillablár.
2 x blár eða mosagrænn.
Endurtakið þetta alls 4 (5) 6 sinnum. Endið í öllu str á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Geymið og prjónið ermar.

Ermar
Fitjið upp 31 (33) 35 l og prj. 4 (4,5) 5 cm stroff, 1 sl og 1 br. Að stroffi loknu er aukið út um 8 (8) 8 l og prjónað sama litamunstur og á bolnum. Prjónið alls 4 (5) 6 munstur. Endið á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Prjónið hina ermina eins.

Berustykki
Takið nú græna eða lillabláa garnið og prjónið21 (28) 30 l, prjónið ermina við og prjónið áfram 53 (56) 59 l, prjónið hina ermina við og að síðustu er umferðin klárum, það ættu að vera 21 (28) 30 l.
Haldið áfram að prjóna litamunstrið en í 9. (10.) 11. garða frá réttunni er áttunda hver lykkja tekin úr þ.e. prj. 6 l prjóna tvær saman. Endurtakið út umf.
Í 18. (20.) 22. garða er fjórða hver l tekin úr þe. pr 1 l,* pr 2 saman, pr 2 l*, endurtakið frá * til * út umf.
Í 22. (25.) 28. garða er þriðja hver l tekin úr þe. * pr 1 l, pr 2 saman* endurtakið frá * til * út umf.
Endið á bláum garða og fellið af.
Gangið frá endum og saumið ermina saman.
Heklið 3 umf. fastahekl í hvorn boðung og munið að gera ráð fyrir 4 hnappagötum í vinstri boðunginn. Það getur verið fallegra að hekla líka eina umf. fastahekl í kringum hálsmálið en það er ekki nauðsynlegt.
Skolið peysuna og leggið til.


Helena Eiríksdóttir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...