Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Mynd / CIAL
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunum.

Seafoodture-verkefnið miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Matís tekur þátt fyrir Íslands hönd. Verkefnið er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP).

Stefnt er að því að nýta stórþörunga sem sjálfbæran próteingjafa í matvæli, að sögn Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís. Hagnýting og næringarinnihald stórþörunga verði rannsakað með það fyrir augum að bæta næringarlega samsetningu matvæla, með áherslu á bætta heilsu neytenda. Enn fremur segir hún markmiðið að fullnýta sem mest af hráefninu í matvæli og annað í lífrænar matvælaumbúðir.

Upphafsfundur í verkefninu fór fram um miðjan maí hjá Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni. Tíu samstarfsaðilar frá átta löndum sóttu hann. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Meðal samstarfsaðila Matís í verkefninu eru vísindafólk frá Spáni, Tyrklandi, Ítalíu, Portúgal, Írlandi, Noregi og Eistlandi.

„Hröð fólksfjölgun ýtir matvælaframleiðslu í átt að þolmörkum og nýting á próteinum úr dýraríkinu veldur auknu álagi á umhverfið,“ segir Sophie í fregn á vef Matís. „Þar að auki þarf að bæta úrval af plöntupróteinum sem eru minna háð notkun vatns og landsvæðis. Það er brýn þörf á að þróa fleiri próteinríkar matvörur sem innihalda mikilvæg næringarefni með því að nýta óhefðbundnar auðlindir. Sjónum hefur verið í auknum mæli beint að stórþörungum en þeir hafa fram til þessa verið fremur lítið rannsakaðir sem matvæli,“ segir hún.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...