Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stórir draumar
Hannyrðahornið 2. apríl 2020

Stórir draumar

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað barnateppi úr Drops Sky. Teppið er heklað með gatamynstri og púfflykkjum sem gefa skemmtilega áferð. Drops Sky er ótrúlega létt garn og lungamjúkt. Mynstrið kemur svo sérstaklega fallega út í Sky þar sem það er hreyfing í öllum litum garnsins. 
 
Vona að ykkur líki jafn vel við þetta teppi og okkur.
 
Heklkveðjur mæðgurnar 
í Handverkskúnst
Elín & Guðrún María.
 
Stærðir: 47-52 cm (66-80 cm)
 
Garn: Drops Sky, fæst á Garn.is
Ljósbeige nr. 03, 150 (200) g
 
Heklunál: 4,5 mm
 
Heklfesta: 16 stuðlar = 10 cm
 
Útskýring á púfflykkju:
Athugið að þegar hekluð er púfflykkja er mikilvægt er að hekla í loftlykkjuna en ekki fara undir hana. *Sláið bandinu upp á nálina, stingið nálinni í loftlykjuna, sláið bandinu upp á og dragið í gegnum loftlykkjuna, dragið báða uppslættina vel upp (ca. 2 cm hæð)*, heklið frá * að * alls 5 sinnum, sláið bandinu upp á nálina og dragið bandið í gegnum allar lykkjurnar sem eru á nálinni.
 
 
Uppskriftin:
Teppið er heklað fram og til baka.
Fitjið upp 77 (107) loftlykkjur, heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá nálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju. = 75 (105) stuðlar.
 
Heklið nú eftir mynsturteikningunni þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 2 lykkjurnar, A.2 yfir næstu 66 (96) lykkjur (= 11 (16) mynsturendurtekningar), heklið A.3 yfir síðustu 7 lykkjurnar. 
Munið að passa upp á heklfestuna.
 
Þegar mynsturteikningin hefur verið hekluð 1 sinnum á hæðina er hún mynstrið endurtekið frá þeirri umferð sem örin bendir á (fyrstu umferð teikningarinnar er sleppt) þar til stykkið mælist ca. 51 (79) cm – stillið mynstrið þannig af að síðasta umferðin sé ekki umferð með púfflykkjum.
 
Klárið teppið með því að hekla eina umferð af stuðlum í hverja lykkju (hvort sem það sé stuðull eða loftlykkja). Stykkið ætti þá að mælast ca. 52 (80) cm.
 
Slítið frá og gangið frá endum.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...