Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stöðum.

Nautgripir, hross og svín teljast til stórgripa við slátrun. Níu sláturhús framkvæmdu stórgripaslátrun árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Mest var slátrað af svínum, eða 72.404 gripum, sem eru tæplega 70 prósent af allri stórgripaslátrun landsins. Langmest var slátrað hjá Stjörnugrís, eða 54.876 gripum. Það gerir tæplega 53 prósent af allri stórgripaslátrun landsins en aðeins svínum er slátrað hjá fyrirtækinu. Rúm 8.600 svínum var slátrað í sláturhúsi Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri og tæplega 4.000 á SS á Selfossi.

Þá var 23.169 nautgripum slátrað í átta sláturhúsum, mest hjá SS á Selfossi, eða um 6.600 gripum, tæplega 6.000 á Sláturhúsinu á Hellu og ríflega 5.000 hjá Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri. Rúmlega 2.200 nautgripum var slátrað á Sauðárkróki, um 1.600 á Blönduósi og um 1.500 hjá B. Jensen í Hörgársveit. Minna en 100 gripum var slátrað í Borgarnesi og á Vopnafirði.

Tæplega 8.200 hrossum var slátrað árið 2023, langmest hjá SS á Selfossi, eða ríflega 3.700 gripum sem eru um 45,5 prósent af heildinni. Um 2.000 gripir fóru í gegnum sláturhús Kjarnafæði Norðlenska / SAH afurða á Blönduósi og ríflega 1.300 hrossa var slátrað á Sauðárkróki.

Aðeins þrjú sláturhús slátra öllum gerðum stórgripa. SS á Selfossi slátraði 13,82% af öllum stórgripum landsins, 14.335 talsins, og slátruðu mest allra sláturhúsa af nautum og hrossum. Sláturhús Kjarnafæði Norðlenska á Akureyri slátraði 13,36% allra stórgripa, mest af svínum en lítið af hrossum. Sláturhús B. Jensen á Akureyri slátraði 6,31% af öllum stórgripum landsins.

Skylt efni: stórgripaslátrun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...