Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stórfelld vanræksla
Fréttir 17. nóvember 2022

Stórfelld vanræksla

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Um miðjan október féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands, þar sem bóndi á nautgripa- og sauðfjárbúi er dæmdur í eins árs fangelsi skilorðsbundið, fyrir brot á dýravelferðarlögum.

Auk þess er hann sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti, í tíu ár frá birtingu dómsins.

Matvælastofnun kærði bóndann í febrúar á þessu ári, fyrir alvarlega vanrækslu á búfé.

Í yfirlýsingu stofnunarinnar kom fram að um væri að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hafi upp hér á landi.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi höfðaði síðan mál með ákæru 24. ágúst og var það dómtekið 30. september.

Játaði skýlaust

Í ákæruskjalinu segir að málið sé höfðað gegn ákærða „fyrir brot á dýravelferðarlögum með því að hafa um einhvern tíma fram til 21. febrúar 2022, vanrækt á stórfelldan hátt að fóðra og vatna búfé á búi sínu [...], með þeim afleiðingum að 25 nautgripir, ein geit og 175 kindur drápust eða þurfti að aflífa“.

Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Hann hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað.

Þess ber að geta að þetta mál er óskylt þeim málum í Borgarfirði sem hafa ratað hafa í fjölmiðla á undanförnum vikum.

Dómur án fordæma

Sem fyrr segir er málið eitt það umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp á Íslandi og er dómurinn án fordæma hér á landi, samkvæmt heimildum blaðsins.

Fyrir utan það búfé sem þurfti að aflífa, svipti Matvælastofnun bóndann vörslu á þeim 300 kindum sem eftir voru á bænum og tryggði þeim fóðrun og umhirðu.

Búið hafði þrisvar sinnum áður fengið eftirlitsheimsókn frá Matvælastofnun á síðastliðnum sex árum, en ekki komu fram alvarleg frávik við fóðrun eða aðbúnað í þeim heimsóknum. Síðasta reglubundna skoðun fór fram vorið 2021.

Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur opinberlega á vef dómstólsins. Fallist var á beiðni þess efnis að það yrði ekki gert, vegna veikinda dómfellda.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...