Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Mynd / Annie Spratt
Utan úr heimi 18. ágúst 2025

Stóraukin meðalnyt í Færeyjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hver mjólkurkýr í Færeyjum framleiðir að meðaltali 9.359 lítra af mjólk á ári. Er það talsverð aukning frá árinu 1995 þegar meðaltalið var 5.102 lítrar.

Heildarinnlegg bænda til mjólkursamsölunnar MBM í Færeyjum voru 7.243.500 lítrar af mjólk á síðasta ári. Er það 213.800 lítrum meira en árið 2023. Frá þessu greinir Dimmalætting.

Árið 2016 var slegið met í mjólkurinnleggi hjá MBM þegar bændur skiluðu inn 7.742.900 lítrum af mjólk. Árið 1990 tók mjólkurbúið á móti 5.849.000 lítrum, sem er 1.394.500 lítrum minna en í fyrra. Árið 1995 voru 1.206 mjólkurkýr í Færeyjum, en í dag eru ekki nema 774 eftir. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru 25.104 árskýr á Íslandi sem skiluðu 6.523 kílógramma nyt að meðaltali.

Færeyingar eru 55.000 og þýðir þetta því að þarlendar mjólkurkýr framleiða tæplega 132 lítra á hvern íbúa á ári. Íslendingar eru tæplega 392 þúsund og heildarinnlegg mjólkur á Íslandi var 152,4 milljónir lítra árið 2024, sem þýða 389 lítrar á hvert íslenskt mannsbarn.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...