Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Mynd / Annie Spratt
Utan úr heimi 18. ágúst 2025

Stóraukin meðalnyt í Færeyjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hver mjólkurkýr í Færeyjum framleiðir að meðaltali 9.359 lítra af mjólk á ári. Er það talsverð aukning frá árinu 1995 þegar meðaltalið var 5.102 lítrar.

Heildarinnlegg bænda til mjólkursamsölunnar MBM í Færeyjum voru 7.243.500 lítrar af mjólk á síðasta ári. Er það 213.800 lítrum meira en árið 2023. Frá þessu greinir Dimmalætting.

Árið 2016 var slegið met í mjólkurinnleggi hjá MBM þegar bændur skiluðu inn 7.742.900 lítrum af mjólk. Árið 1990 tók mjólkurbúið á móti 5.849.000 lítrum, sem er 1.394.500 lítrum minna en í fyrra. Árið 1995 voru 1.206 mjólkurkýr í Færeyjum, en í dag eru ekki nema 774 eftir. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru 25.104 árskýr á Íslandi sem skiluðu 6.523 kílógramma nyt að meðaltali.

Færeyingar eru 55.000 og þýðir þetta því að þarlendar mjólkurkýr framleiða tæplega 132 lítra á hvern íbúa á ári. Íslendingar eru tæplega 392 þúsund og heildarinnlegg mjólkur á Íslandi var 152,4 milljónir lítra árið 2024, sem þýða 389 lítrar á hvert íslenskt mannsbarn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...