Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stóra-Mástunga 1
Bóndinn 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga.

Býli? Stóra-Mástunga 1.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex.

Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir.

Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...