Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stóra-Mástunga 1
Bóndinn 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga.

Býli? Stóra-Mástunga 1.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex.

Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir.

Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...