Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stöndum með þjóðinni
Skoðun 28. júní 2019

Stöndum með þjóðinni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslendingar eru  á margan hátt öfundsverðir ef horft er til landsgæða þótt hér hafi menn lítt verið að grafa eftir málmum, úrani, kolum eða olíu. Þess í stað eiga Íslendingar mun verðmætari náttúrugæði til lengri tíma, nefnilega gjöful fiskimið, gnægð af vatni og ómetanlega náttúrufegurð svo ekki sé minnst á mannauð og landgæði til ræktunar. 
 
Þó oft sé sagt með nokkurri kerskni að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims, þá er víst að náttúruöflin hafa ekki alltaf verið okkur hliðholl. Þannig hefur hafið og óblítt veðurfar oft valdið miklu manntjóni. Eldgos hafa líka í gegnum aldirnar höggvið skörð í byggðir landsins og orsakað mannfelli, bæði með beinum hætti vegna öskufalls og hraunflæðis og einnig kostað uppskerubrest og dauða búfjár. Sagnir eru til um að við slíkar aðstæður hafi fiskgengd og fuglalíf við Breiðafjörð og á Vestfjörðum haldið lífi í þjóðinni oftar en einu sinni. 
 
Þótt okkur þykir sögur um hörmungar vegna eldgosa fjarlægar og óraunverulegt sé að slíkt geti gerst á okkar dögum hjá hátæknivæddri þjóð, þá minnti Eyjafjallajökulsgosið okkur óneitanlega á mátt eldfjallanna. 
 
Forfeður okkar í sínum fábreytta veruleika voru ekki háðir ýmsum þáttum sem nútímaþjóðfélagið hefur vanið sig á.  Þá var ekki búið að finna upp tæki eins og flugvélar. Eldgosið í Eyjafjallajökli, þó lítið væri á sögulegum mælikvarða, náði að stöðva för milljóna manna víða um lönd og loka fyrir nær allar flugsamgöngur í Evrópu svo vikum skipti. 
 
Í dag er umtalsverður hluti af því grænmeti sem neytt er í landinu flutt inn með flugvélum og skilur það um leið eftir sig stór kolefnisfótspor. Öflugt eldgos gæti hæglega lokað að mestu fyrir þessa aðflutningsleið. Ef aðflutningar truflast gæti fæðuöryggi þjóðarinnar líka verið ógnað. 
 
Á sama tíma búum við við þann veruleika að hægt væri að framleiða hér á landi stærstan hlutann af því grænmeti sem nú er flutt inn. Við þurfum ekki að vera háð innflutningi á grænmeti. Það er því kaldhæðnislegt að það skuli vera komið í veg fyrir það með okkar eigin stjórnvaldsaðgerðum að þjóðin geti verið sjálfri sér næg um framleiðslu á nær öllu grænmeti. Erlendar tilskipanir sem hér hafa verið innleiddar hafa gert það að verkum að orkuverð til garðyrkjubænda hefur margfaldast á skömmum tíma. Ástæðan er m.a. tilskipun um aðskilnað framleiðslu og flutnings á raforku. 
 
Samkvæmt gögnum sem Bændablaðið hefur undir höndum eru dæmi um þreföldun á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda á einu ári. Margar milljónir í aukinn kostnað hjá hverri garðyrkjustöð er stór biti að kyngja og gúrkan gæti orðið ansi dýr ef ekki verður lát á slíku. Ekki er skrítið að þeir bændur óttist frekari innleiðingar á erlendum reglugerðum sem hæglega gæti riðið greininni að fullu.
 
Íslenskir bændur ásamt íslenskum sjómönnum hafa alla burði til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar ef samgöngur við útlönd bregðast. Þeir gera það þó ekki nema að hér á landi sé rekin meðvituð stefna um slíkt. Það er ekki nóg að flagga fæðuöryggissjónarmiðum í ræðum ef hugur fylgir ekki máli þegar til kastanna kemur. Ráðamenn mega ekki láta grípa sig í bólinu með allt niður um sig í þessum málum og ákveða aðgerðir sem stefna grunnþörfum þjóðarinnar í voða. 
 
Íslendingar eru sannarlega öfundsverðir af öllum þeim gæðum sem landið og miðin bjóða upp á. Vonandi berum við gæfu til að varðveita og nýta þessa perlu af skynsemi, þjóðinni til hagsbóta. Þannig að fólk sjái sér hag í því að búa í þessu landi. 
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f