Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stofnverndarsjóður veitir styrki
Fréttir 11. október 2023

Stofnverndarsjóður veitir styrki

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Nýlega úthlutaði fagráð í hrossarækt tveimur verkefnum styrk úr Stofnverndarsjóði íslenska hestsins.

Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni voru annars vegar á vegum Háskólans á Hólum og hins vegar á vegum Matís.

Háskólinn á Hólum hlaut styrk fyrir verkefni sem ber heitið „Líkamsþungahlutfall milli knapa og hesta á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins og tengsl við árangur, heilbrigði og endingu“. Matís hlaut styrk fyrir verkefni sem ber heitið „Framþróun erfðagreininga í þágu íslenska hestakynsins“.

Mikilvægi rannsókna

Í tilkynningu frá fagráði í hrossarækt segir að rannsókn Háskólans á Hólum sé sérstaklega mikilvæg í ljósi umræðu um svokallaða „Samfélagssátt um notkun íslenska hestsins“ (e. Social licence to operate)”. Í því samhengi er vitnað til smæðar íslenska hestsins (þyngd og hæð á herðar) og þess hvort nota eigi hann til reiðar. Einnig er greint frá því að rannsókn á vegum Matís sé mikilvæg varðandi framþróun erfðamats á íslenskum hrossum.

Hlutverk stofnverndarsjóðs er að veita styrki til þróunar- og rannsóknarverkefna í hrossarækt. Í reglugerð sjóðsins er kveðið á um að verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/ eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Við stofnun sjóðsins var upphaflegt hlutverk hans, samkvæmt eldri reglugerðum sem nú eru fallnar úr gildi, að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Gripir sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Einnig var heimilt að veita úr sjóðnum fé til þróunarverkefna í hrossarækt.

Nanna Jónsdóttir. Mynd/Aðsend
Úthlutunarfé 7 milljónir

Nanna Jónsdóttir, formaður búgreinadeildar hrossaræktar (áður Félag hrossabænda) fer einnig með formennsku í fagráði í hrossarækt. Aðspurð segir hún að umsóknir í sjóðinn séu árlega um 4–8 talsins, yfirleitt sé veitt úr sjóðnum árlega en undanfarin ár hefur þó verið úthlutað tvisvar á ári.

Mikilvægt rannsóknarstarf

Nanna telur það afar mikilvægt að efla rannsóknastarf tengt íslenska hestinum og leitast stofnverndarsjóður eftir því að styrkja áhugaverðar og akademískar rannsóknir sem auka þekkingu og skilning. „Viðfangsefni rannsóknanna geta verið á breiðu sviði, t.d. tengst byggingu hestsins, fóðrun, reiðmennsku eða líkt og nú var styrkt, líkamsþungahlutfall milli knapa og hesta.“

Stofnverndarsjóður fær fjármagn til úthlutunar út frá fjölda hrossa sem flutt eru erlendis árinu áður en ákveðið gjald er innheimt fyrir hvern útfluttan hest. Í ár er úthlutunarfé sjóðsins 7 milljónir.

„Fyrir tveimur árum var úthlutunarfé sjóðsins 12 milljónir en þá heimilaði ráðuneytið að gengið yrði á höfuðstól sjóðsins tímabundið, sem hefur hingað til ekki verið leyfilegt. Því var mun meira fé til úthlutunar þá en er nú. Úthlutunarfé hvers árs fer eftir fjölda útfluttra hrossa frá fyrra ári. Við höfum verið í samtali við ráðuneytið um aukna aðkomu þess að sjóðnum til að styrkja tekjustofn hans. Með aukinni aðkomu ráðuneytis er hægt að tryggja að sjóðurinn viðhaldi sér og styðja þannig enn betur við áhugaverðar og mikilvægar rannsóknir í þágu íslenska hestsins,“ segir Nanna að lokum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...