Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Akureyri.
Akureyri.
Mynd / Gerd Eichmann
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Þær stofnanir sem um ræðir eru ný Umhverfis- og orkustofnun, sem mun hafa aðsetur á Akureyri, ný Náttúrufræðistofnun verður á Vesturlandi og Náttúruverndarstofnun á Hvolsvelli. Á næstu dögum stendur til að auglýsa eftir umsóknum í embætti forstjóra þessara stofnana. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Markmiðið með því að hafa stofnanir ráðuneytisins úti á landi er að hafa starfsfólkið sem mest í grennd við viðfangsefnið, sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi og auðlindir. Jafnframt er markmiðið að fjölga störfum á landsbyggðinni, þó núverandi starfsmenn þurfi ekki að flytja sig um set. Starfsmannafjöldi þessara þriggja stofnana verður samtals á þriðja hundrað.

Samkvæmt nýjum lögum mun Umhverfis- og orkustofnun taka við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Náttúruverndarstofnun mun taka við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. Báðar þessar stofnanir taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Náttúrufræðistofnun tók til starfa þann 1. júlí síðastliðinn, en inn í hana gengu Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...