Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri GróLindar setur staðsetningarbúnað á kind.
Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri GróLindar setur staðsetningarbúnað á kind.
Mynd / Landgræðslan
Fréttir 25. maí 2020

Stöðumat um ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Höfundur: Ritstjórn

Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Bryndís stýrir verkefni sem nefnt er GróLind en þar er verið að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Stöðumatið byggir á rofkortlagningu Rala og Landgræðslunnar og vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður kynnt opinberlega í næsta mánuði.

Bryndís segir að í þessu fyrsta mati verði fyrirliggjandi upplýsingar notaðar til að meta ástand auðlindanna. Þrátt fyrir að matið sé á grófum kvarða mun það gefa ágætis heildarmat á stöðunni. Bryndís segir líka að það bætist stöðugt við eigin gögn GróLindar og innan fárra ára verði hægt að koma fram með mun nákvæmari kort af ástandi auðlindanna.

Til að hægt sé að tengja landnýtingu við ástand auðlindanna er nauðsynlegt einnig að vita hvernig og hversu mikið land er nýtt. GróLind er að leggja lokahönd á kort sem sýnir mörk úthaga og afrétta og núverandi nýtingu þeirra til sauðfjárbeitar. Þessar upplýsingar verða kynntar samhliða stöðumatinu. Í framtíðinni verður svo kortlagt hvernig annar búpeningur en sauðfé nýtir landið. Um leið verður safnað upplýsingum um aðra landnýtingu.

GróLind hófst formlega í apríl árið 2017 með samningi á milli Landsamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytisins. Frumkvæðið að GróLind kom frá Landssamtökum sauðfjárbænda.

Hlaðvarpsþáttur Landgræðslunnar er aðgengilegur hér í spilaranum undir og í öllum helstu streymisveitum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...