Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB
Fréttir 21. júlí 2014

Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB

Höfundur: Erna

Í aðildarsamningi Finnlands (Svíþjóðar og Austurríkis) að ESB er kveðið á um sérstakar heimildir til stuðnings við landbúnað norðan 62. breiddargráðu (142 grein) og við landbúnað í suður Finnlandi (141 grein).

Stuðningur samkvæmt 142. grein, oft nefndur norðlægur stuðningur, er tengdur við framleiðslu eða gripafjölda. Um 55,5% landbúnaðarlands í Finnlandi er á svæðum sem njóta réttar til stuðnings samkvæmt þessu ákvæði. Skilvirkni norðlægs stuðnings er endurmetin á fimm ára fresti. Árið 2007 gerði framkvæmdastjórn ESB úttekt á því hversu vel tekist hefði að ná markmiðum stuðningsins og hvort þær aðferðir sem beitt er væru enn gerlegar og réttlætanlegar. Á grunni niðurstaðna þessarar úttektar fóru fram viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og Finnlands um framtíð og þróun norðlægs stuðnings, á árinu 2008. Niðurstaðan var sú að hætta að tengja stuðning við svína- og alifuglakjötsframleiðslu við gripafjölda en enn eru greiðslur tengdar gripafjölda í nautakjötsframleiðslu.

Dregið úr stuðningi Suður-Finnlandi

Stuðningur við landbúnað í Suður Finnlandi hefur verið endurskoðaður og munu greiðslur sem byggjast á grein 141, samkvæmt samkomulagi við ESB dragast saman um 17,4 milljónir Evra á tímabilinu 2014-2020. Innanlands stuðningur, þ.e.a.s. stuðningur sem greiddur er úr sjóðum Finnska ríkisins samkvæmt sérstöku samkomulagi í aðildarsamningi (greinar 141, 142 ofl.), hefur dregist saman úr 552 milljónum Evra árið 2009 í 499 milljónir Evra árið 2014 (áætluð fjárhæð).

Hlutur finnska ríkisins vegna CAP eykst

Stuðningur samkvæmt sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB, CAP, er hins vegar nokkurn veginn óbreyttur eða ríflega 1.320 milljónir Evra á sama tímabili. Hlutdeild Finnlands í fjármögnun þess hluta á tímabilinu hefur hins vegar hækkað úr 555 milljónir Evra (42%) í 566 milljónir Evra (43%.) /EB

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...