Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í búvörusamningum er talað um allt að 95% mótframlag við dreifingarkostnaði raforku, hljómar vel. En í ár er verið að greiða miðað við 74%, sem þýðir mikinn kostnaðarauka fyrir bændur og endar með því að þeir draga úr lýsingu og þar af leiðandi framleiðslu.
Í búvörusamningum er talað um allt að 95% mótframlag við dreifingarkostnaði raforku, hljómar vel. En í ár er verið að greiða miðað við 74%, sem þýðir mikinn kostnaðarauka fyrir bændur og endar með því að þeir draga úr lýsingu og þar af leiðandi framleiðslu.
Lesendarýni 13. júní 2022

Stöðugleiki á óvissutímum möguleiki fyrir ylræktarbændur?

Höfundur: Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands

Það er margt í dag sem veldur því að verðlag á vöru fer hratt hækkandi. Stríðið í Úkraínu hefur þar mest að segja sem og hækkandi verð á orku í Evrópu og Asíu.

Þessara áhrifa er farið að gæta verulega í sveitum landsins eins og annars staðar og förum við garðyrkjubændur ekki varhluta af því. En þrátt fyrir ástandið í heiminum, þá er það rafmagnið sem veldur mestri óvissu hjá ylræktarbændum. Það vandamál er ekkert nýtt af nálinni en þar hefur ríkisstjórnin öll verkfærin til að bregðast við og gera betur án þess að það taki langan tíma.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands

Þarna er ég að tala um dreifingarhluta raforku, dreifingin er ekki á samkeppnismarkaði og borga því ylræktarbændur sem nota vaxtarlýsingu sama taxta og hver annar, sama hvað þeir nota mikið rafmagn. Ríkið setur fjármagn í pott til stuðnings við greinina, vandamálið er að potturinn er alltaf sá sami. Alls óháð því hvort nýir aðilar hafa áhuga á að hefja búskap, hvort bændur stækka við garðyrkjustöðina sína til að mæta aukinni eftirspurn, þurfi að lýsa meira eða hvort verðhækkanir séu á rafmagnsverðinu til þeirra. Ríkið er að hvetja bændur til að framleiða meira en um leið að segja að þeir muni fá minna fyrir vöruna. Þannig kerfi getur ekki virkað hvetjandi fyrir innlenda framleiðslu.

Í búvörusamningum er talað um allt að 95% mótframlag við dreifingarkostnaði raforku, hljómar vel. En í ár er verið að greiða miðað við 74%, sem þýðir mikinn kostnaðarauka fyrir bændur og endar með því að þeir draga úr lýsingu og þar af leiðandi framleiðslu. Dreifing raforku hækkaði um 6% síðastliðin áramót sem er stærsta ástæðan fyrir því að ríkið lækkaði hlutfallið til að potturinn (375 milljónir) kláraðist ekki of snemma.

Í stjórnarsáttmála segir nákvæmlega „Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforku til ylræktar“, þá fyrst geta bændur farið að gera raunhæfar rekstraráætlanir. Þessi sveifla á niðurgreiðsluhlutfallinu gerir bændum það ómögulegt og í raun þrýstir á bændur að hækka vöruverð til að hafa axlarbönd á sínum rekstri. Í sáttmálanum segir einnig „með auknum áhuga á hreinum afurðum, sem framleiddar eru með endurnýjanlegri orku og grunnu kolefnisspori á Íslandi, skapast mikil sóknarfæri í framleiðslu matvæla og ýmissa hliðarafurða. Við viljum búa þessari starfsemi samkeppnishæft umhverfi til að gera henni kleift að standa enn betur undir því fjölþætta umhverfi sem hún gegnir í íslensku samfélagi ...“

Það er svo sannarlega kominn tími til þess að halda hátt á lofti þeim gríðarlegu tækifærum og einstöku aðstæðum sem við höfum til að rækta framúrskarandi afurðir fyrir íslenska neytendur.

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra hefur nú allt í hendi sér til að sýna vilja í verki og standa við góð orð. Þarna á ríkisstjórnin að gera betur og búa til fyrirsjáanlegra umhverfi fyrir ylræktarbændur, tryggja ákveðinn stöðugleika og hvetja þannig bændur til að rækta meira án þess að þurfa að taka stóra áhættu í nafni fæðuöryggis.

Við höfum hér alveg einstakar aðstæður á heimsmælikvarða til ræktunar á matvælum með lágu kolefnisspori, án notkunar eiturefna, og þar sem launamenn fá sómasamleg laun fyrir sitt vinnuframlag.

Skylt efni: Garðyrkja | ylrækt

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...