Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnvöld vilja uppræta vínekrur
Utan úr heimi 21. október 2024

Stjórnvöld vilja uppræta vínekrur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld í Frakklandi vilja verja 120 milljónum evra til að rífa upp vínvið af allt að þrjátíu þúsund hekturum lands. Ástæðan er offramboð.

Í Frakklandi eru um átta hundrað þúsund hektarar af vínekrum. Franska landbúnaðarráðuneytið áformar nú að borga bændum, einkum í Bordeaux-héraði, fyrir að uppræta hluta vínviðar síns til að draga saman framboð á þrúgum til víngerðar.

Uppræta á hátt í 9% af vínekrum Bordeaux-héraðsins vegna offramboðs. Mynd / Pixabay

Alþjóðleg vínframleiðsla var rúmlega 10% meiri en eftirspurn árið 2023 samkvæmt tölum frá Alþjóðlegu vínstofnuninni (OIV) og vilja frönsk stjórnvöld hemja offramboð. Er talið að verkefnið muni kosta um 120 milljónir evra og markmiðið að koma í veg fyrir framleiðslu vínþrúgna af um 30 þúsund hekturum lands. Franska víntímaritið Decanter greinir frá.

Fá 600 þúsund á hektara

Til stendur að uppræta hátt í níu prósent af vínekrum Bordeaux- héraðsins. Bændur gætu fengið allt að fjögur þúsund evrur, um 600 þúsund kr., á hektara fyrir að heimila stjórnvöldum að uppræta vínvið. Jafnframt þyrftu þeir að undirgangast bann við gróðursetningu vínviðar á landi sínu fram til ársins 2029. Offramboð hefur lækkað verð á vínum og hefur áhrif á afkomu vínbændanna. Sömuleiðis hefur orðið markaðskreppa m.a. vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu.

Vínneysla fer minnkandi

Vínneysla er að breytast víða um heim. T.d. dróst vínsala í frönskum matvöruverslunum saman um 5 prósent milli ára og er einkum um að ræða rauðvín og rósavín. Meðal-Frakkinn neytti á árum áður að meðaltali 120 lítra víns á ári en það magn er nú komið niður í 40 lítra. Franskur vínútflutningur dróst saman um 9,4 prósent á síðasta ári og hefur ekki verið minni síðan árið 2007.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...