Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að fara. Honum gæti nefnilega yfirsést alveg stórmerkileg sannindi sem geta breytt hlutunum allverulega. Peningalán er í kortunum og almenn lukka. Happatölur 1, 18, 64.

Fiskurinn ætti að gefa sjálfum sér tækifæri til að líta inn á við og hlúa að eigin tilfinningum. Íhugun og næði gera honum gott og skýra hugsanir hans. Í framhaldinu ætti hann að tengjast því fólki sem er honum næst og opna hjarta sitt eftir bestu getu. Happatölur 21, 11, 31.

Hrúturinn fyllist nú auknum krafti og ætti að nýta hann í þær áskoranir sem hafa setið á hakanum. Einnig ætti hrúturinn að treysta innsæinu og hafa trú á því að hann hafi stjórn á aðstæðum að öllu leyti, jafnvel þótt mikið sé í húfi. Happatölur 4, 15, 24.

Nautið þarf enn og aftur að huga að sjálfu sér og njóta lífsins án of mikils álags. Einblína á að endurnæra sig og endurheimta orkuna. Muna eftir að njóta smáatriðanna í lífinu eða samveru með fjölskyldunni. Hvíld, andleg og líkamleg, mun gefa nautinu styrk til komandi verkefna. Happatölur 10, 23, 3.

Tvíburinn Samskiptahæfileikar tvíburans blómstra í dag og sjálfstraust hans að sama skapi sem aldrei fyrr. Nú er kjörinn tími til að deila hugmyndum og tengjast öðrum á dýpri hátt. Tvíburinn má þó ekki gleyma að hlusta – nýjar upplýsingar gætu leitt til spennandi tækifæra. Happatölur 14, 26, 77.

Krabbinn þarf að muna að það er í lagi að taka því rólega. Sjálfskoðun og skilgreining á forgangsröðun lífsins er eitthvað sem hann þarf að velta fyrir sér, auk þess að leyfa sér svolítið meiri viðkvæmni þegar kemur að fólkinu hans. Happatölur 13, 46, 52.

Ljónið finnur fyrir mikilli sköpunargáfu og innblæstri um þessar mundir og því upplagt að hefja nýtt verkefni eða klára vinnslu á einhverju sem hefur legið í dvala um sinn. Orka sköpunar og hugvits verður ríkjandi næstu þrjár vikur og því ætti ljónið að nýta tækifærið og sýna öðrum hvað í því býr. Happatölur 2, 41, 22.

Meyjan Skipulag og einbeiting eru ríkjandi styrkleikar hjá meyjunni þessar vikurnar. Lausn verkefna og vandamála leysast án nokkurs trega og meyjan hefur sjaldan verið eins skýr í kollinum. Einhver veikindi geta komið upp og þá þarf að gæta þess að hvílast eftir bestu getu. Happatölur 32, 12, 66.

Vogin hefur fundið aukna þörf fyrir nánari tengslum og uppbyggingu jákvæðra sambanda. Vinátta eða jafnvel rómantísk sambönd er gott að rækta um þessar mundir. Tengslamyndun sem styrkist núna mun hafa góð áhrif í náinni framtíð. Happatölur 6, 14, 78.

Sporðdrekinn Innsæi sporðdrekans er öflugt um þessar mundir og gott að endurskoða markmið og áform af hreinskilni með tilfinningarnar að leiðarljósi. Sporðdrekinn ætti ekki að veigra sér við að taka stórar ákvarðanir sem eru fyrirliggjandi, því að hika er sama og tapa. Happatölur 7, 17, 88.

Bogmaðurinn Þráin eftir nýjum ævintýrum og upplifunum sækir að bogmanninum þessa dagana. Hann ætti að láta eftir sér að kanna nýja möguleika, hvert sem hugurinn stefnir, óhræddur að feta ótroðnar slóðir. Happatölur 2, 24, 51.

Steingeitin getur nú farið að taka lítil skref í átt að markmiðum sínum og verið viss um að þau muni skila árangri til lengri tíma litið. Hún ætti ekki að láta litlar hindranir fæla sig frá því sem hún stefnir að heldur vera þrautseig, þolinmóð og staðföst eins og henni einni er lagið. Happatölur 8, 12, 44.

Skylt efni: stjörnuspá

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...