Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í kringum hann. Getur stíflan komið að peningaflæði sem grynnkar eitthvað á næstu vikum. Ef vel er haldið á spöðunum tvöfaldast þó fjárhagslegur ávinningur vatnsberans í sumarlok og því um að gera að leggja vel á ráðin. Happatölur 4, 29, 82.
Fiskurinn stígur nú inn í ljós friðsemdar og hamingju. Síðustu vikur hafa eitthvað dregið úr honum móðinn, en frá og með í dag finnst honum allir vegir færir. Þarna er í grunninn um hugarfarsbreytingu að ræða sem skal gæta þess að halda við enda fólki allir vegir færir ef vel er um haldið. Happatölur 13, 11, 31.
Hrúturinn hefur hugað vel að líkamlegu atgervi sínu undanfarið. Hann hefur haft í heiðri þau óskráðu lög að maður sé það sem maður innbyrðir og býst því fastlega við að hreysti sitt sé á uppleið. Athuga skal þó að gleðin þarf að vera til staðar, yfirvegun og ró – enda haldast hugur og líkami í hendur. Happatölur 14, 3, 37.
Nautinu virðist sem ímyndunarafl þess, framtíðarsýn og jafnvel áætlanir um hollara líferni standi algerlega í stað. Ekkert virðist færast úr skrefunum en þó þarf ekki að örvænta því stundum er bara lægð og þá má liggja undir feldi. Heimurinn sér um ferðalag hvers og eins, enda telja sumir að lífið sé fyrir fram ákveðið. Happatölur 28, 4, 18.
Tvíburinn þarf aðeins að staldra við á næstunni og ef hann er ekki undir of sterkum áhrifum nautsins, sjá fyrir sér hvert það ætlar að stefna. Taka niður sem flesta þætti lífsins, hvað varðar peninga, vina-, fjölskyldu- og ástarsambönd og þess háttar og mynda sér skoðun á því hvað hann í rauninni vill. Hvað er skynsamlegt og hvað þráir hann? Happatölur 14, 22, 67.
Krabbinn hefur gjarnan látið lítið á sér bera og legið hamingjusamur undir steini. Einhver gæfuspor verða þó tekin í byrjun júlímánaðar sem koma honum skemmtilega á óvart og verða drjúg. Geta jafnvel orðið til þess að krabbinn tekur mikilvæga ákvörðun sem snertir nokkuð marga af hans nánustu til góða. Happatölur 34, 1, 81.
Ljónið þarf líkt og tvíburinn að staldra við og velta fyrir sér stefnu lífs síns. Hvað hann raunverulega vill í stað þess að bara flæða með straumnum og hafa alla góða. Á hann sér óuppfyllta drauma? Er hægt að uppfylla einhverja þeirra? Nú er góður tími til að stíga einhver skref til framtíðar.
Happatölur 22, 10, 7.
Meyjan er aðeins óviss í sínu og er hálfslöpp. Veikindi eru í kortunum, þrálát en mild og því ekki mikið annað um að ræða en að leyfa þeim leiðindum að hafa sinn gang. Hvílast og hlúa að sér eins og kostur er og nýta tímann bara til að hugsa. Það getur oft leitt eitthvað skemmtilegt af sér. Happatölur 1, 5, 88.
Vogin er að æfa sig þessa dagana að taka ákvarðanir um málefni sem hún hefur ekki þurft að sinna áður. Þægindahringurinn hennar stækkar með þessu móti þó ákvarðanatökurnar sjálfar séu ef til ekki þær skemmtilegustu, en útkoman verður góð engu að síður. Happatölur 17, 12, 28.
Sporðdrekanum þykir ótrúlegasta fólk vera að skipta sér af því sem það ætti ef til vill ekkert að vera að láta sig varða. Hann ætti þó sjálfur að æfa sig í að láta aðra ekki trufla sig enda best af öllu að geta litið á hegðan annarra sem framlengingu af þeirra eigin óöryggi. Happatölur 32, 50, 86.
Bogmaðurinn hefur verið værukær undanfarið og þó hann eigi hóglífið alveg skilið er gott að stíga upp úr sófanum öðru hvoru. Þó ekki væri nema til þess að hrista af sér rykið. Með sumrinu þarf hann að huga að heilsunni og þá hreyfingunni, en best á við hann að taka nokkur sundtök eða fara í rösklega göngutúra. Happatölur 6, 19, 45.
Steingeitin vill svo gjarna njóta þess sumars sem í henni býr. Tilhlökkunin yfir því að fara út í fallegt veður hefur látið á sér kræla og helst í hendur við skapferli hennar sem er bjartara en áður eftir þungan vetur. Hún ætti því að fara út í náttúruna, sleppa tökunum á því sem angrar hana og fá sólargeislana í andlitið. Nú eða rigningarúðann. Happatölur 11, 30, 74.
