Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. september 2025

Stjörnuspá vikunnar

Nýjar hugmyndir og tækifæri munu blasa við vatnsberanum – sérstaklega ef þeim er deilt með öðrum því samvinna mun reynast dýrmæt. Viðskipti og peningamál eru í kortunum þar sem nýjar tekjulindir opnast. Þegar kemur að málum hjartans mun vatnsberanum reynast best að fylgja eigin sannfæringu. Happatölur 23, 17, 12.

Sköpunarkraftur fisksins eykst verulega um þessar mundir og í kjölfarið upplifir hann nýja sýn á ýmislegt sem mun koma honum til góða, bæði í vinnu og einkalífi. Fjárhagslega ætti fiskurinn að forðast áhættu næstu tíu daga og taka þá stöðuna. Honum er ráðlagt að vera óhræddur við að leggja rækt við draumana sína. Happatölur 11, 32, 33.

Hrúturinn finnur fyrir nýrri orku og innblæstri í vikunni en hugmyndir sem honum áður virtust fjarlægar geta nú orðið að veruleika. Fjárhagurinn lofar góðu og sjálfstraustið með besta móti. Allt virðist á réttri leið en hrútnum er þó bent á að gefa gaum að líkamsheilsu sinni og forðast af fremsta megni streituvaldandi aðstæður. Happatölur 6,17, 51.

Nautið þarf nú að stíga inn í frelsið – finna tíma til að einbeita sér að innri ró og jafnvægi því mikilvæg ákvarðataka lendir fyrr en síðar á borðinu. Nautinu er ráðlagt að treysta innsæinu því fjárhagslega gæti komið óvænt tækifæri til vaxtar. Vinir og fjölskylda verða í forgrunni næstu vikurnar en þar þarf nautið að stíga varlega til jarðar. Happatölur 8, 18, 24.

Tvíburinn ætti að setja samskipti í forgrunn þessa vikuna. Hann á auðvelt með að tjá sig og heilla aðra, en nú benda stjörnurnar á að í ástarlífinu getur smá breyting kveikt óvæntan neista. Ný verkefni verða á borðinu sem tvíburanum mun ganga vel með ef hann gætir þess að stökkva ekki frá ófrágengnu verki. Forgangsröðun og nákvæmni eru hér lykilatriði. Happatölur 1, 14, 11.

Hjá krabbanum eru tilfinningarnar eru dýpri en venjulega og hann gæti þurft að takast á við gömul sár. Þessi tími er því tækifæri til heilunar á því sem á hefur bjátað. Fjölskyldan og heimilið í heild sinni skipta krabbann miklu máli og nauðsynlegt að það sé umhverfi þar sem hann getur hlúð að sjálfum sér og safnað kröftum. Happatölur 6, 87, 22.

Ljónið birtist heiminum í nýju ljósi þessa vikuna - þannig að tekið verður eftir. Því er fullkominn tími til að sýna frumkvæði í þeim málum sem ljónið brennur fyrir. Í ástarlífinu gætu opnast óvænt tækifæri eða gamall neisti tendraður á ný. Ljónið er þó áminnt um að sýna hógværð og hlusta sem aldrei fyrr. Happatölur 33, 58, 16.

Skipulag og næmi verða bestu verkfæri meyjunnar nú í byrjun september. Hún sér smáatriði sem aðrir missa af, og það getur skilað árangri ef engar skyndiákvarðanir eru teknar. Ást og vinátta styrkjast ef meyjan er til í að ræða erfiða hluti án þess þó að ofhugsa neitt, heldur leyfa hlutunum að flæða. Happatölur 58,88, 14.

Jafnvægi er þema vogarinnar þessa dagana. Hún leitar jafnréttis í samböndum sínum og með opinskáum samtölum uppskera eins og hún sáir. Á vinnustað gæti nýtt samstarf orðið að óvæntu tækifæri ef vogin gætir þess að vera með opinn huga. Hún má þó ekki gleyma að setja mörk og rækta sjálfið. Happatölur 8, 13, 31.

Sporðdrekinn finnur um þessar mundir hvernig hans heitustu tilfinningar stigmagnast og dýpt einkennir náin samskipti. Hann þarf að gæta þess að draga ekki rangar ályktanir, en í tilfinningamálunum er heiðarleikinn lykilatriði. Hann ætti þó að láta eftir sér smá rómantík. Happatölur 99, 42, 43.

Ævintýraþráin hefur vaknað innra með bogmanninum og hann þráir að brjótast út úr hversdagsleikanum. Hann ætti að láta það eftir sér því nú er frábær tími til að læra eitthvað nýtt, ferðast eða víkka sjóndeildarhringinn. Hann má þó ekki fara offari og þarf að hafa hækkun blóðþrýstingsins á bak við eyrað. Happatölur 11, 65, 17.

Steingeitin má vera viss um að ábyrgð og þrautseigja skili þeim árangri sem hún þarfnast, en nú er góður tími til að endurskoða þau markmið og áætlanir sem hún hefur sett sér. Steingeitin þarf að dýpka tengsl í öllum nánum samskiptum, bæði sem viðkoma viðskiptum sem og tilhugalífinu - og leggja þar áherslu á traust fárra einstaklinga. Happatölur 15, 45, 66

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...