Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn ætti nú eftir sumarið að hafa baðað sig í eftirspurn vonbiðlanna sem spáð var fyrir í síðasta blaði og jafnvel fundið sér maka af einhverju tagi. Einhverjir eru þó enn óvissir um hvar þeir standa og þá getur verið gott að steinhætta að velta því fyrir sér, en einbeita sér frekar að sjálfum sér. Þá kemur allt hitt sem hjartað þráir. Happatölur 8, 62, 13.
Fiskurinn er í betra formi en oft áður. Líkamlegu jú, en innri vellíðan hefur streymt um æðar hans síðastliðnar vikur og sálarlífið því í hæstu hæðum. Einhvern veginn er hann nákvæmlega á þeim stað sem hann á að vera og ætti að halda þessum góðu tilfinningum til haga. Ekki sætta sig við minna í náinni framtíð. Happatölur 14, 2, 16.
Hrúturinn þarf að leyfa sér að elska. Þetta er jú sumar ástarinnar og ylsins og góð æfing fyrir öll stjörnumerkin að opna fyrir hlýjuna og tilfinningarnar. Hrúturinn hefur lengi verið einn með sjálfum sér hvort sem öðrum hefur verið það ljóst eða ekki og þarf að fá að finna að hann er elsku verður. Happatölur 8, 18, 28.
Nautið ætti að finna það sem hann leitar að á næstunni. Þetta á við bæði þegar kemur að málum hjartans sem og því sem beðið hefur úrlausnar. Best er fyrir nautið að vera opið fyrir öllu sem verður á vegi þess og leyfa sjálfu sér að taka á móti hvers konar hlunnindum án nokkurs kvíða. Lífið er að raðast í rétta átt. Happatölur 5, 15, 90.
Tvíburinn þarf að gæta að heilsunni um þessar mundir, en minnsta kvef gæti orðið að erfiðari veikindum. Að sama skapi ætti hann að hlúa að sjálfum sér á allan þann hátt sem hann best kann. Góður svefn er enn og aftur eitthvað sem þarf að hafa í fyrirrúmi enda undirstaða heilbrigðis og vellíðunar – og tvíburinn verður að veita sér það. Happatölur 15, 4, 45.
Krabbinn þarf að líta inn á við og gefa sjálfum sér leyfi til að hugsa neikvætt. Hann þarf ekki að vera ánægður þó líf hans líti vel út í augum annarra, má vera óánægður og leiður enda mikilvægt að nota allar tilfinningarnar sínar. Í kjölfarið kannski spyrja sjálfan sig hverju hann vilji breyta og hvort það sé þess virði þegar litið er til framtíðar. Happatölur 1, 15, 3.
Ljónið hefur notið sumarsins eftir bestu getu en hefur enn ekki gert upp við sig hvernig það vill haga lífi sínu. Skiptar skoðanir þeirra sem eru nánastir ljóninu hafa of mikil áhrif á það og því best að hlusta á og treysta eigin hjarta. Peningamálin eru enn á uppleið og ekki seinna vænna að safna í svolítinn varasjóð. Happatölur 3, 22, 76.
Meyjan verður aðeins að líta inn á við og rífa sig upp úr hjólfarinu. Hreyfing er mjög mikilvæg, holl fæða og almennt hreysti þarf meyjan að setja í forgrunn nú með haustinu. Meyjunni hættir til að vera of góða við sjálfa sig, ef leti og værukærð falla í þann flokk en hún mun fljótt komast á bragðið ef hún reimar á sig hlaupaskóna. Happatölur 56, 17, 3.
Vogin hefur í nógu að snúast um þessar mundir enda eitt skipulagðasta merkið og hún sjálf að klára sumarfríið. Daglegt líf og rútína eru við sjóndeildarhringinn og þarf vogin að minna sig á að anda djúpt. Telja upp á fjóra við innöndun og sex við útöndun. Gegnum nefið. Því það verður alltaf allt í lagi. Muna það. Happatölur 44, 27, 16.
Sporðdrekinn á von á að þurfa að taka stóra ákvörðun á næstu vikum. Hann þarf helst að gera sér grein fyrir því hvort ákvörðunin falli undir það að „hrökkva eða stökkva“ eða hreinlega hvort hann LANGI að taka næstu skref í ákveðnu máli. Hann má nefnilega hætta við og hann þarf alls ekki að gera það sem honum finnst óþægilegt. Happatölur 1, 19, 88.
Bogmaðurinn mun finna fyrir nokkrum óróa í kringum sig og ætti fremur öðru að líta inn á við en taka þátt í óreiðunni. Hann hefur alla burði til þess að standa af sér hvað það sem á gengur og má vera óhræddur við að gefa öðrum góð ráð. Góðu ráð bogmannsins eiga nefnilega algerlega við um þessar mundir! Happatölur 17, 5, 77.
Steingeitin getur sem best notið haustveðursins sem hefur glatt landsmenn í sumar og nú áfram. Það má kveikja á kerti, skoða gömul myndaalbúm og lesa góðar bækur. Fá góða gesti í heimsókn eða hreinlega njóta ferska loftsins úti á svölum. Hugurinn ber þig hálfa leið sagði einhver og þannig má njóta þess að vera til. Happatölur 12, 35, 55.
