Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel og jafnvel plana sumarfríið svolítið hvort sem er frí eða aukavinnu. Vatnsberinn þarf svo að vera duglegri við að anda að sér fersku lofti og líta inn á við því batnandi manni er best að lifa. Happatölur 3, 14, 56.

Fiskurinn skilur ekki alveg hvers vegna hann er stundum við það að gefast upp. Það er þó ekki flóknara en svo að hann þarf hvíld og muna að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Fiskurinn ætti einnig, á tilvonandi hvíldardögum, að skrifa niður það sem amar að og finna lausnir, eða sleppa takinu. Happatölur 6, 45, 90.

Hrúturinn er líkt og fiskurinn í einhvers konar híði ef svo má segja. Hann þarf að rífa sig í gang og jafnvel fara í stutta göngutúra. Ferskt loft gerir gæfumuninn og getur mögulega ýtt undir betri heilsu. Einhver veikindi eru í kortunum og því nauðsyn að hlúa að sér. Happatölur 1, 12. 78.

Nautið á von á einhverju stóru ef svo má segja. Annaðhvort í formi peninga, ástúðar eða matar þó að sérstakt sé, en stjörnurnar standa þannig - að það sem nautnaseggurinn nautið þráir hvað helst finnur sér leið til hans. Nú má Nautið aldeilis bíða spennt. Happatölur 8, 17, 62.

Tvíburinn hefur sjaldan verið á betri stað – ef hann staldrar nú við og lítur yfir líf sitt. Á næstu dögum mun greiðast úr ýmsum hnökrum sem hafa verið á vegi hans sl. tvö ár og honum ráðlagt að grípa öll þau tækifæri sem bjóðast. Dugur og þor eru hér einkunnarorðin. Happatölur 15, 46, 89.

Krabbinn er eitthvað að velta fyrir sér hvort hann eigi að taka af skarið og láta eftir sér gamlan draum í málum hjartans. Eitthvað mun þó sá draumur geta dregið dilk á eftir sér og krabbinn þarf að gera sér grein fyrir hvort hann sé tilbúinn að taka á þeim málum. Happatölur, 4, 88, 12.

Ljónið finnur að eitthvað er að kitla það. Nýr lífshringur þess gekk í garð við nýtt tungl nú í lok febrúar – sem ýtir almennt undir yfirráð, frægð og frama, svo sterkt sé til orða tekið, og þarf ljónið því enn og aftur að tileinka sér lítillæti og auðmýkt. Happatölur 6, 65, 17.

Meyjan er óviss um hvort hún eigi að taka af skarið í vissu máli. Hún þarf að vita að ef afstaða verður ekki tekin nú, þá mun verða nokkur bið á að næsta tækifæri gefist. Meyjan þarf þó ekki að óttast og ætti að ýta undir framgang þeirra mála sem liggja á henni. Það mun verða til góðs. Happatölur 5, 61, 12.

Vogin á von á jákvæðri þróun í málum hjartans og má treysta því að ef hún fer að öllu með ró munu draumar hennar rætast. Asi og óræðar væntingar munu ekkert gefa af sér og vogin skal því hafa skýra sýn og standa keik við stjórnvöl lífs síns. Happatölur 15, 16, 25.

Sporðdrekinn þarf að gæta sín á að fara ekki fram úr sér eða brenna brýr sem annars gætu orðið honum til heilla. Hann ætti ekki að taka neinar afdrifaríkar ákvarðanir næstu tvær vikur því þótt febrúartunglið sé vægast sagt tungl sterkra gjörða þá á það ekki við um merki sporðdrekans. Happatölur 4, 2, 1.

Bogmaðurinn ætti að leyfa sér alla þá sérhlífni sem honum hugnast þessa dagana og njóta þess sem hann getur. Lukka í peningamálum verður honum til góðs á næstunni og ætti hann einungis að nýta þann fjársjóð í sjálfan sig. Happatölur 89, 88, 40.

Steingeitin þreyði þorrann og nú góuna og hefur stundum litla trú á bjartari tímum. Þeir koma þó í lok apríl þegar skýrari sýn verður á framgangi mála sem koma við rót hjarta hennar. Hún ætti að minna sjálfa sig á að hvorki hún sjálf né aðrir eru fullkomnir. Happatölur 23, 25, 15.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...