Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn öðlast nú spennandi tækifæri sem vekja innra með honum nýjar hugmyndir og möguleika. Hann þarf að vera tilbúinn að læra af fyrri gjörðum og sjá mikilvægi þess að þróast í takt við nýja tíma. Breytingar geta oft verið áskorun, en ef hann nær að halda opnum huga verður framför í ákveðnu máli. Happatölur 15, 32, 4.

Fiskurinn ætti að setja heilsuna í forgang um þessar mundir og leyfa sjálfum sér að hvílast. Nokkuð róttækar breytingar eru í loftinu og hann þarf að vera vel í stakk búinn til að takast á við oddahríð úr ýmsum áttum. Hlutverk hans verður þó helst þess sem nær að sætta úfnar öldur og til þess þarf hann að vera sterkur. Happatölur 1, 2, 67.

Hrúturinn Eitthvað óvenjulegt er í loftinu hvað varðar ást og sambönd, þar sem hrúturinn verður sérstaklega móttækilegur fyrir tilfinningum annarra en þarf þó að forðast of mikið álag og skal gæta einlægni í samskiptum. Nú er rétti tíminn til að bæta mikilvæg sambönd. Happatölur 8, 13, 42.

Nautið Svolítill tilfinningarússíbani er í loftinu og getur nautið upplifað sig undir miklu álagi einn daginn en þann næsta fyllst ákveðinni ró – sem gerir það auðveldara að stýra lífinu og tilverunni. Deilur skal sætta sem fyrst en nautið þarf að muna að bregða þó ekki út af sinni eigin stefnu. Happatölur 12, 38, 54.

Tvíburinn þarft að vinna í því að nálgast fólk með mikilli varkárni. Hann skal vera óhræddur við að takast á við nýja möguleika og ný sambönd, en gæta þess að það verði gert af ábyrgð og hugulsemi, auk þess að vera opinn fyrir því að breyta viðhorfum sínum að einhverju leyti. Happatölur 15, 3, 78.

Krabbinn ætti að nýta tímann í að vega og meta líf sitt og framtíð. Það er mikilvægt að muna að ekki er hægt að stjórna því hvað aðrir hugsa eða gera heldur einungis stjórna sjálfum sér. Krabbinn á eftir að finna fyrir einhverri áskorun þegar kemur að því að hugsa um eigin þarfir og svo þeirra sem standa honum næst. Happatölur 14, 80, 97.

Ljónið gæti upplifað tíma þar sem það tekur á að halda sér á réttri braut og viðhalda þeirri stefnu og árangri sem hefur unnist. Samhliða því getur verið gott að skoða hvernig samskipti við aðra megi efla með aukinni jákvæðni. Happatölur 8, 16, 56.

Meyjan kann, um þessar mundir, að verða fyrir nokkurri áskorun þegar kemur að vinnu og persónulegum samböndum. Hún þarf að takast á við það sem á móti henni blæs með aukinni þolinmæði og ef til vill leggja meira á sig í ákveðnum verkefnum eða samskiptum. Happatölur 3, 13, 43.

Vogin er að ganga inn í nýtt upphaf – sem hún ætti að gera með öryggi, en gæti þurft að fara út fyrir þægindasvæðið sitt. Aðstoð hjá fjölskyldu og vinum er mikilvæg á meðan á því tímabili stendur, einnig ætti vogin að vera meðvituð um sjálfa sig og hvernig hún sér heiminn. Happatölur 15, 66, 40.

Sporðdrekinn Nú er tími nýrra hugmynda, breytinga og ákvarðana sem snúa að framtíð sporðdrekans. Hann þarf að laga sig að og leyfa sér að vaxa í nýjum aðstæðum, auk þess að gera hvað hann getur til að styrkja sjálfið. Jákvæð sjálfsmynd hefur mikilvæg áhrif á framtíðina. Happatölur 12, 42, 15.

Bogmaðurinn fyllist nú nýjum hugmyndum sem gætu orðið honum til góða og opnað ýmsa möguleika. Því er mikilvægt að nýta sér öll þau tækifæri sem hann hefur í hendi ásamt því vera opinn fyrir því að skoða nýja vegu sem hugnuðust honum e.t.v. ekki áður. Happatölur 4, 23, 1.

Steingeitin ætti að nýta tíma sinn í að taka skref í átt að þeim markmiðum sem hún hefur einsett sér. Þó þarf að vera meðvitaður um hvernig nálgast á verkefnin og hvernig hún stýrir aðstæðum. Hvað virkar og hvað virkar ekki í samskiptum við aðra. Þó er gott að steingeitin haldi sínu striki en fari með gát. Happatölur 16, 17, 23.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...