Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. Nú er tími ákvarðana, eitt besta tímabil vatnsberans til að sýna skynsemi í verki. Hann þarf einnig að gæta þess að fylgja fast eftir þeim ákvörðunum sem hann tekur. Happatölur 15, 8, 2.

Fiskurinn upplifir tíma umróts um þessar mundir og hann þarf að gæta þess að láta það ekki hafa áhrif á sig. Æðruleysið ofar öllu enda lygnir um síðir. Hann getur þó hugsað með sér hvert hann sjálfur vill stefna og hverju hann vill breyta. Þetta er tíminn. Happatölur 3, 12, 52.

Hrúturinn á von á lukku í peningamálunum á næstu dögum og best væri að nýta þann ágóða í að borga skuldir. Þá léttir yfir anda og sálu enda fjárhagslegir fjötrar mesta böl. Hrúturinn má óhikað eiga von á frekari gæfu í þessum málum, líklega um mitt sumar. Happatölur 2, 22, 89.

Nautið er að stíga einhver skref frelsis sem það hefur ekki upplifað áður. Tilfinningin eykst þegar það gerir sér grein fyrir að það þarf ekki að vera í samskiptum við fólk eða festast í einhverjum fyrir fram ákveðnum munstrum. Nú er tími til að stíga úr öllum þeim fjötrum sem halda því og njóta þess að vera til. Happatölur 12, 41, 44.

Tvíburinn fyllist eftirsjá á næstu dögum yfir einhverju sem vantar í líf hans. Einhver tenging hjartans er ekki til staðar eða hefur brostið að nokkru leyti. Tvíburinn má vera dapur um stund því depurð er tilfinning líkt og hlátur og allar tilfinningar skal nota. Svo er gott að stíga kjarkmikil skref til þess að bæta líðanina. Happatölur 1, 21, 30.

Krabbinn þarf að stíga til jarðar á nýjan leik eftir róstusama tíma. Hvort sem er innra með sér eða vegna þess umhverfis sem hann hefur dvalið í. Ró er nauðsynleg. Þegar henni er náð, þarf að hafa skýra sýn og festu þegar kemur að næstu skrefum lífsins. Happatölur 5, 48, 91.

Ljónið hefur í mörgu að snúast um þessar mundir. Það þarf að gæta sín á að ofkeyra sig ekki og varðveita heilsu sína vel. Ljónið hefur ákveðinn sjarma og dug og mun standa í sviðsljósinu nú eftir þorrann sem aldrei fyrr. Það mun gefa honum byr undir báða vængi og leiða á nýjar brautir. Happtölur 45, 16, 71.

Meyjan er á uppleið í lífinu og má vel njóta þess að uppskera nú það sem hún hefur áður sáð. Hún hefur góða yfirsýn og er eitt þeirra merkja sem hefur burði til að ná langt í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Trú á sjálfið er nauðsynleg. Happatölur 2, 21, 14.

Vogin þarf að gæta hvíldar rétt eina ferðina. Heilsan þarf að vera í lagi enda ferðalög í augsýn og gott að vera hress og frískur. Nýjar og breyttar áherslur verða seinnipart árs, bæði jákvæðar og skemmtilegar og rétt að vera í góðu jafnvægi allt árið. Happatölur 5, 16, 22.

Sporðdrekinn má búast við að stór hluti drauma hans og þrár fari að rætast, honum að óvörum. Happdrættisvinningur í einhverju formi er í kortunum eða annar ávinningur en hann þarf að gæta að heilsunni og passa að verða ekki kalt. Happatölur 85, 26, 14.

Bogmaðurinn þarf að leggja hendur í skaut og leyfa huganum að sveima. Kúpla sig aðeins út úr amstri lífsins og þeim tímaþjófi sem áhyggjur eru. Gott er að tileinka sér þá list að sleppa tökum á sem flestu sem ekki er hægt að vinna með og slaka bara á. Þá rætist úr flestu sem maður ætlar sér. Happatölur 6, 17, 23.

Steingeitin hefur verið lasin að undanförnu en nú þegar fer að sjá til sólar virðist sem rjátla ætli af henni. Gott er að anda að sér fersku lofti og baða sig í heitu vatni til styrkingar, hvort sem veikindin eru af andlegum eða líkamlegum toga. Henni eru allir vegir færir sem hún ætlar sér. Happatölur 82, 90, 16.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...