Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dæmi um fallega hausttísku frá Stellu McCartney, Chloe og Zara.
Dæmi um fallega hausttísku frá Stellu McCartney, Chloe og Zara.
Líf og starf 16. desember 2024

Umhverfismeðvitundin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í kuldanum sem nú ríkir er fátt notalegra en að klæðast hlýjum fatnaði sem hvergi þrengir að. Að sama skapi er nauðsynlegt að tolla í tískunni, fyrir þá sem eru þannig sinnaðir.

Tískumógúlar heimsins á borð við Vogue kynna fatnað í kremuðum litum, kirsuberjarauðum, brúnum og dökkgrænum – jakka í yfirstærðum, leður, rúskinn, rifflað flauel og ullarpeysur af ýmsum stærðum. Há stígvél eru vinsæl og stórir treflar nánast nauðsyn. Rómantískar blússur og stórköflótt mynstur koma einnig alltaf í tísku um þetta leyti árs, hanskar og loðin höfuðföt.

Fyrir meðvitaða neytendur er fyrsta skrefið að líta í fataskápinn, sjá hvað er til og hverju má við bæta. Endursölusíður geta glatt marga eða verslanir sem selja notaðan fatnað þar sem hægt er að friða samviskuna ef mann dauðlangar að klæðast leðri eða dýrafeldum frá toppi til táar.

Þeir sem eru duglegir að versla af netinu geta athugað verslanir á borð við þessar:

Merki Stellu McCartney hefur lengi verið þekkt fyrir sjálfbærni. Hún hefur ávallt kappkostað að hafa sjálfbærnina sem kjarna þess sem hennar merki stendur fyrir en framleiða samt vandaðar vörur sem standast samanburð við þær sem eru framleiddar úr dýraafurðum eða eru á einhvern hátt skaðlegar jörðinni.

Á vefsíðu fyrirtækisins hennar, www.stellamccartney.com, má finna ógrynni af fallegum, og á þessum árstíma, hlýlegum og skemmtilegum fatnaði sem vel má leyfa sér að versla með góðri samvisku.

Ecoalf, eitt brautryðjenda spænskra vörumerkja í sjálfbærri tísku og það fyrsta til að hljóta BCorp vottun, er annað merki, mjög meðvitað um umhverfið eins og má kynna sér á vefsíðu þeirra, www.ecoalf.com. Fyrirtækið býður upp á klassískar og einfaldar vörur sem eiga alltaf við, en hjá Ecoalf má meðal annars finna dýrindis dúnúlpur, peysur og jafnvel veski, allt undir stöðlum framúrskarandi umhverfismeðvitundar. Ecoalf er einnig Global Recycling Standard (GRS) vottað vörumerki, sem er alþjóðleg endurvinnslustaðlavottun, samin fyrir þarfir textíliðnaðar.

Teixidors er svo eitt þeirra fyrirtækja sem allt áhugafólk um meðvitaða tísku og handverk ætti að þekkja en það hefur verið starfandi í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið, sem er staðsett í Terrassa á Spáni, vinnur samkvæmt aldagömlum stöðlum textíliðnaðar svæðisins og má segja að starfsmenn þess hafi handverkið í blóðinu. Upphaflega var Teixidors stofnsett með það fyrir augum að bjóða þroskahömluðu fólki aðgang í atvinnulífið en félagsleg
þátttaka bæjarbúa við vefnaðinn og samstaða er hluti af hefðinni. Ferli vefnaðarvaranna sem fara í sölu er gagnsætt og unnið allt frá hreinsun og spuna ullarinnar til vefnaðar og frágangs – en Teixidor vinnur m.a. með merio- og kasmírull í bland við náttúrulegar trefjar á borð við hör. Vefsíða þeirra er áhugaverð; www. teixidors.com.

Leneim – eitt spænskt fyrirtækið enn – hefur gert góða hluti þegar kemur að hringrásarferli og tala fyrir því að forðast offramleiðslu og einblína á hringrás. Þeir endurnýta mynstur og efni, sérstaklega lífrænt, sem og umfram vefnaðarvöru sem hefur verið fargað, en um 80% af efninu sem þeir nota eru afgangar. Þeir eru hlynntir staðbundnu handverki þar sem nálæga birgja er að finna, bæði til að draga úr kolefnisfótspori og efla atvinnulífið á staðnum. Fallegir blazerjakkar eða dragtir eru nauðsynlegir fyrir alla að eiga og á vefsíðu þeirra er að finna þó nokkra sem vekja athygli þó um einfalda hönnun sé að ræða. Vörur Leneim eru þekktar fyrir að byggja bæði á tíma- og kynlausu hugtaki og því meðvitað með lengri endingartíma en margar; vandaðar og hentandi öllum kynjum. www.leneim.com.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...