Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjörnuspá 11. janúar - 24. janúar
Líf og starf 16. janúar 2024

Stjörnuspá 11. janúar - 24. janúar

Vatnsberinn þarf að huga að útgeislun sinni, því þar er einhverju ábótavant. Sjálfstraust í ástarmálum á einhvern hlut í máli, en vatnsberinn má þó ganga hnarrreistur áfram þessa fyrstu mánuði ársins, enda lífið fram undan. Happatölur 5, 15 og 32.

Fiskurinn hefur mikið um að hugsa þessa dagana og greiða úr þeim málum sem eru honum efst í huga. Ekki er víst að allt heppnist eins og hann lagði upp með, en öll reynsla kennir manni eitthvað nýtt. Happatölur 8, 3 og 12.

Hrúturinn er á betri stað en fyrir ári síðan og heldur persónuleg velgengni hans áfram sínu rólega klifi. Hann þarf að gæta að holdafarinu og ætti að íhuga að reyna nýja íþrótt. Happatölur 8, 15 og 41.

Nautið ætti að koma lagi á hugsanir sínar og ekki missa móðinn er kemur að því að skipuleggja næstu skref. Hann verður að trúa á sjálfan sig og muna að hann er eitt þrjóskasta stjörnumerkið – þetta hefst allt. Happatölur 1, 2 og 8.

Tvíburarnir virðast eiga von á frjósemi í kringum sig og barneignir í kortunum fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum. Nýverið hafa þeir meðvitað eða ómeðvitað orðið öðrum til góða og því óvanalega rólegir í hjarta. Happatölur 6, 26 og 8.

Krabbinn þarf að sleppa tökum á fólkinu í kringum sig, bæði fjölskyldu og vinum. Hafa í huga að það er ekki hægt að stjórna aðstæðum nema að litlu leyti og óþarfi að vera með yfirsýn yfir allt. Happatölur 18, 3 og 6.

Ljónið ætti nú að hrista af sér vetrarslenið og reisa makkann. Tengjast náttúrunni, fara í göngur eða synda enda jarðtenging afar mikilvæg þeim sem vilja leyfa öðrum að njóta hylli sinnar og þokka. Happatölur 27, 30, 1.

Meyjan hefur tekið mörg lítil skref til sjálfsvinnu síðan í ársbyrjun og er árangurinn farinn að sýna sig. Það er einnig tími til kominn að vera duglegri við að sýna sig og sjá aðra enda ævintýrin á hverju strái. Happatölur 16, 45 og 2.

Vogin þarf að muna að hún hefur hvað mestan yndisþokka að bera af öllum merkjunum. Töfrar aukins sjálfstrausts fara ekki fram hjá neinum og er stjórnunarstaða í kortunum, eða jákvæðar breytingar á vinnuumhverfi. Happatölur 5, 14, 32.

Sporðdrekinn er eitthvað öfugsnúinn þessa dagana og finnst ekkert ganga upp. Þetta má rekja til tunglstöðunnar en sporðdrekinn þarf þó ekki að örvænta, friður mun ríkja fyrr en varir. Happatölur 3, 24, 1.

Bogmaðurinn á von á happdrættisvinningi, óvæntri sendingu eða mikilli lukku á næstu dögum. Peningar eru í kortunum og almenn stækkun auðs og góðs gengis allsráðandi. Happatölur eru 18, 6 og 52.

Steingeitin má hafa sig alla við er kemur að ástleitnum aðilum, en töfrar aukins sjálfstrausts hennar og hylli skína eins og sólin. Nóg verður að gera með vorinu í ástarmálunum og um að gera að njóta þess. Happatölur, 28, 24 og 12.

Skylt efni: stjörnuspá

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...